Vilja vekja athygli á fatasóun

Á degi íslenskrar náttúru setti Umhverfisráð Verkmenntaskóla Austurlands upp fataksiptaslá í skólanum. Þar geta nemendur hengt upp föt sem þau vilja gefa og tekið önnur sem þau vilja eiga. Með vilja þau vekja athygli á fatasóun og veita nemendum tækifæri að  endurnýta fötin.

Lesa meira

Kveikt í rusli án leyfis

Slökkvilið frá Egilsstöðum var í gærkvöldi kallað út vegna elds sem logaði í landi Blöndugerði í Hróarstungu. Ekki var vitað í hverju logaði þegar slökkviliðið var kallað út.

Lesa meira

Yfir 20 stiga hiti á Borgarfirði í nótt

Eftir kalt sumar njóta Austfirðingar nú síðbúinnar hausthitabylgju og hefur hitastigið víða um fjórðunginn mælst hátt í 20 stig síðasta sólarhringinn.

Lesa meira

Göt á eldiskví í Berufirði

Engir strokulaxar hafa náðst eftir að sjö göt uppgötvuðust á eldiskví Fiskeldis Austfjarða. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar munu á næstunni skoða aðstæður og fara yfir viðbrögð fyrirtækisins.

Lesa meira

Vilja reyna að efla flug um Norðfjarðarflugvöll

Flugfélag Austurlands og Fjarðabyggð hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf á sviði flugrekstrar á Norðfjarðarflugvelli. Flugfélagið, sem stundað hefur útsýnisflug víða um land í sumar, hefur hug á að vera með höfuðstöðvar sínar á Norðfirði í framtíðinni.

Lesa meira

Rússnesk Hamingja er... í Neskaupstað

Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. 

Lesa meira

„Hélt ég væri búin að gefa það mikið að ekki þyrfti að rýja mig lífeyrinum“

Trúnaðarmaður starfsmanna hjá Vopnafjarðarhreppi hvetur starfsmenn til að fjölmenna á fund hreppsnefndar í dag til að láta hug sinn í ljósi þegar tekið verður fyrir tekið fyrir uppgjör hreppsins við lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna iðgjalda á árunum 2005-2016. Trúnaðarmaðurinn segir ekki ganga að fólkið á lægstu laununum hjá borgi fyrir rangar ákvarðanir stjórnenda sveitarfélagsins.

Lesa meira

Gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang við endurgerð knattspyrnuvallar

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir vonbrigðum með að lítið sem ekkert hafi gerst í endurgerð knattspyrnuvallar bæjarins síðan í lok mars. Meirihlutinn telur rétt að stíga varlega til jarðar, nánari athugun á kostnaðarmati hafi bent til að ýmsir liðir væru þar vanáætlanir. Ekki er útlit fyrir að neitt verði úr framkvæmdum á þessu ári.

Lesa meira

Markmiðið að skilja betur lífshlaup laxins

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hyggst veita andvirði 85 milljóna króna á næstu fjórum árum til rannsókna á lifnaðarháttum villta laxastofnsins. Yfirlýst markmið er að skilja betur lífshætti laxins til að geta búið honum betra umhverfi. Til þess þurfi fyrsta flokks rannsóknir.

Lesa meira

Lífeyrissjóðurinn lánar Vopnafjarðarhreppi fyrir vangoldnum iðgjöldum

Lífeyrissjóðurinn Stapi lánar Vopnafjarðarhreppi rúmar 28 milljónir króna til að sveitarfélagið geti borgað sjóðnum til baka vangoldin iðgjöld frá árabilinu 2005-2016. Sjóðurinn telur farsællegast að ljúka málinu sem fyrst þótt hreppurinn hafi ekki orðið við kröfum sjóðsins til fulls.

Lesa meira

Tignarlegir fuglar að setjast að á Austurlandi?

Undanfarin ár hefur sést til flækingsfugla sem kallast grátrönur hér á íslandi. Fuglarnir hafa sést útum allt land og nokkrum sinnum hérna fyrir austan. Náttúrustofa Austurlands hefur ekki látið þessa nýju gesti okkar fram hjá sér fara og fylgst grannt með þeim.

Lesa meira

Endurvekja trúbadorahátíð í Neskaupstað

Litla trúbadorahátíðin verður haldin í Neskaupstað um næstu helgi. Norðfirskir tónlistarmenn mynda undirstöðuna í dagskránni en einnig kemur fram Hera Hjartardóttir. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir hugmyndina hafa verið að safna saman því fólki í bænum sem sé að semja tónlist.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.