Orkumálinn 2024

Kæru Jarðarvina vísað frá

Lögreglan á Austurlandi mun ekki taka til meðferðar kæru frá Jarðarvinum vegna meintrar vanrækslu Náttúrustofu Austurlands við rannsóknir á afdrifum og afföllum hreindýrskálfa.

Lesa meira

Veiðar hafa hverfandi áhrif á kálfadauða

Bændur á Austurlandi, sem fá arð af hreindýraveiðum, hafa trúlega fengið sektarkennd sumir hverir þegar dýra-, náttúru- og umhverfissamtökin Jarðarvinir gagnrýndu hreindýraveiðarnar harðlega og sögðu að um 600 kálfar hefðu farist síðastliðinn vetur úr hungri og vosbúð á kvalafullan hátt, sem megi rekja til veiða á kúm. Frumathuganir benda þó til að veiðar hafi lítil eða engin áhrif á afkomu kálfanna.

Lesa meira

Grófu laxahrogn í 10 stiga gaddi

Veiðiklúbburinn Strengur, undir handleiðslu og hjálp sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar, grófu nýverið á annað hundrað þúsund hrogn í ám á Norðausturlandi. Þetta er liður í verndun og uppbyggingu Norður-Atlantshafslaxastofnsins. 

Lesa meira

Síldarvinnslan harmar villandi og meiðandi málflutning

Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar í Fréttablaðinu og víðar í morgun. Þar segir að Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, hafi í tölvupósti árið 2014 beðið stjórnendur Samherja um ráð til að komast yfir veiðiheimildir á Grænlandi. Yfirlýsingin frá SVN er svohljóðandi:

Lesa meira

Nýtt íþróttahús, Hernámshátíð og gölluð knattspyrnuhöll

Miklar umræður urðu á íbúafundi sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Rætt var um þörfina á nýju íþróttahúsi, óánægju með að ekki væri gert ráð fyrir því í deiliskipulagi og einnig var rætt um framtíð Hernámsdagsins. Nýstofnuð íbúasamtök Reyðarfjarðar stóðu fyrir fundinum og mættu fulltrúar bæjarstjórnar á hann til að sitja fyrir svörum. 

Lesa meira

Pósturinn ekki lengur til Reykjavíkur og til baka

Breyting hefur verið gerð á starfsemi Íslandspósts Nú fer ekki lengur allur póstur til Reykjavíkur í flokkun heldur er sá póstur sem senda á innan Austurlands flokkaður á svæðinu.

Lesa meira

Skuldir lækka og framkvæmdir aukast

Nýtt íþróttahús á Egilsstöðum verður tekið í notkun næsta haust, 2020, og nýr leikskóli verður byggður í Fellabæ 2021. Þetta kom fram á opnum borgarafundi um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, sem kynnt var í gær.

Lesa meira

Fjöldi ferðmanna 2019 áttfaldur íbúafjöldi landsins

Ferðaþjónusta er helsti vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug. Ferðafólki til Íslands fjölgaði úr 500 þúsund 2010 í 2,4 milljónir á þessu ári, ef að líkum lætur. Fjöldi ferðafólks á ári er því um áttfaldur íbúafjöldi landsins.

Lesa meira

Vök baths slær í gegn

Aðsókn að Vök baths er samkvæmt áætlun en sala árskorta hefur farið fram úr björtustu vonum. Útlitið fyrir næsta ár er gott.
Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök baths, segir að það hafi vissulega haft áhrif heildaraðsókn á árinu að ekki tókst að opna staðinn um mánaðamótin júní/júlí, eins og áætlað var, en það var ekki fyrr en 27. júlí að formleg opnun var auglýst.

Lesa meira

Telur enga sprengjuhættu vegna bruggtækja

Austri brugghús á Egilsstöðum notar bruggtæki sem flutt eru inn frá Kína. Vinnueftirlitið hefur bannað notkun þessa búnaðar yfir ákveðnum þrýstingi með vísan til krafna sem settar eru fram í gildandi reglugerð um þrýstibúnað. Austri hefur, ásamt nokkrum öðrum brugghúsum, kært þessa ákvörðun Vinnueftirlitsins til velferðaráðuneytisins.

Lesa meira

Löglærður fulltrúi ekki endanlega niðurlagður

Ekki verður ráðið í stöðu löglærðs fulltrúa sýsluskrifstofunnar á Eskifirði þegar Sigrún Harpa Bjarnadóttir lætur af störfum 1. desember. Ekki er þó um endanlega niðurlögn stöðunnar að ræða. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur sent frá sér harðorða bókun um málið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.