Lægra verð skilar fleirum í flugið

Vopnfirðingar nýta sér í auknu mæli að fljúga til Akureyrar eftir að fargjöld þangað lækkuðu með nýjum samningi við ríkið í byrjun árs 2017. Flugið eru einu almenningssamgöngurnar sem íbúar staðarins hafa aðgang að.

Lesa meira

Innanlandsflug niðurgreitt síðla árs 2020

Niðurgreiðsla á innanlandsflugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar, hin svokallaða skoska leið, mun ekki hefjast fyrr en haustið 2020. Þrýst hafði verið á að byrjað yrði á niðurgreiðslunum strax um næstu áramót.

Lesa meira

Aðstaða til íþróttaiðkunar afar slæm á Eskifirði

Íþrótta og tómstundanefnd Fjarðabyggðar tók fyrir erindi frá aðalstjórn Austra á síðasta fundi sínum. Stjórn Austra vill að farið verði í breytingu á deiluskipulagi svo hægt verði að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarkjarna Eskifjarðar.

Lesa meira

Fjarðarheiðargöng verða í forgangi á jarðgangaáætlun

Fjarðarheiðargöng verða efst á lista nýrrar jarðgangaáætlunar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, leggur fyrir Alþingi á næstu dögum samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun. Axarvegi verður flýtt með álagningu veggjalds.

Lesa meira

Harðfiskurinn er dauður, lengi lifir harðfiskurinn

Rekstur harðfiskvinnslunnar Sporðs á Eskifirði hefur verið seldur til Borgarfjarðar eystra. Nýr eigandi á von á að framleiðsla besta harðfisks landsins færist smá saman á nýjan stað.

Lesa meira

Axarvegur: Sameinuð erum við sterkari

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps fagnar því að samgönguráðherra leggi til í endurskoðaðri samgönguáætlun að framkvæmdir við veg yfir Öxi hefjist árið 2021. Greiðari samgöngur séu meðal þess sem lagt sé til grundvallar í sameiningarviðræðum hreppsins við Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp.

Lesa meira

Tíu mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Austurlands dæmdi á mánudag tvo karlmenn um þrítugt í 10 mánaða fangelsi hvorn fyrir umfangsmikla kannabisræktun á tveimur stöðum á Austurlandi. Hluti refsingar þeirra er skilorðsbundin.

Lesa meira

Sameiginlegur hádegismatur á Seyðisfirði

Á föstudaginn síðasta var fyrirkomulagi á mötuneyti Seyðisfjaðarskóla breytt. Skólinn, Hótel Aldan, félagsheimilið Herðubreið og LungA skólinn vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat  í Herðubreið.

Lesa meira

220 milljóna viðhald á Lagarfljótsbrúnni

Rúmar 200 milljónir eru áætlaðar í viðhald á brúnni yfir Lagarfljót í vetur. Áratugur er enn í endurbyggingu hennar. Unnið verður að fækkun einbreiðra brúa og malarkafla á lykilvegum Austurlands samkvæmt drögum að endurskoðaðri samgönguáætlun.

Lesa meira

Framkvæmdir hefjast við Fjarðarheiðargöng 2022

Til stendur að hefja framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng strax árið 2022. Axarvegur lítur dagsins ljós á næstu fimm árum samkvæmt tillögum samgönguráðherra um endurskoðaða samgönguáætlun sem kynntar voru í morgun.

Lesa meira

Engir kólígerlar á Eskifirði

Fyrr í dag barst tilkynning um að fundist hefðu kólígerlar í neysluvatni í Eskifirði en það reyndist vera rangt. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.