Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði í útkall

Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.

Lesa meira

Gamli sveitarstjórinn neitaði að afhenda lyklana - Myndband

Nýr sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Gauti Jóhannesson, tók við lyklavöldum af Birni Hafþóri Guðmundssyni í Ráðhúsi Djúpavogs þriðjudaginn 15. júní síðastliðinn. Það varð honum þrautin þyngri því gamli sveitarstjórinn harðneitaði að láta eftir lyklana, eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi.

Lesa meira

,,Umhverfisslys" á Norðfirði

Segja má að málning á nýmáluðu þaki áhaldahúss Fjarðabyggðar á Norðfirði hafi flotið á haf út í dag. Verktaki hafði nýhafið að sprauta þakið þegar aftaka vatnsveður gerði sem þvoði alla blauta málningu af þakinu.

Lesa meira

Fljótsdalshérað auglýsir eftir bæjarstjóra

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað auglýsir í Morgunblaðinu í dag, stöðu Bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 24. júní næstkomandi.

Lesa meira

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjastjórnar á Seyðisfirði

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar á Seyðisfirði þriðjudaginn 15. júní var kjörið í embætti nefndir og ráð, auk þess sem kynnt var yfirlýsing um meirihlutasamstarf og málefnasamning nýs meirihluta.

Lesa meira

Sláttur byrjaður í Fljótsdal

Bændurnir á Brekku í Fljótsdal, Hallgrímur Þórhallsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir  hafa hafið slátt, bæði heima á Brekku og á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra í Morgunblaðinu í dag.  Steinunn Ásmundsdóttir núverandi ritstjóri mun samkvæmt því hætta á blaðinu 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Fellabakarí bakar eins og ekkert hafi í skorist

Starfsemi Fellabakaríis er komin í gang aftur eftir brunann sem þar varð fyrir rúmum hálfum mánuði.  Framleiðslustoppið vegna brunans varð aðeins rúm vika.

Lesa meira

Nýr bátur til Vopnafjarðar

Nýr bátur Hildur GK 117 kom um síðustu helgi til heimahafnar á Vopnafirði í fyrsta sinn.  Báturinn er búinn til línu og handfæraveiða.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.