Tíu sagt upp hjá HSA á morgun

hsalogo.gifTíu starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður sagt upp á morgun. Ástæðan er kröfur um rúmlega 100 milljóna króna sparnað.

 

Lesa meira

Opinn fundur um sjávarútvegsmál

svn_logo.jpgSíldarvinnslan stendur á morgun fyrir opnum fundi um sjávarútvegsmál í Nesskóla. Meðal fyrirlesara er Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands.

 

Lesa meira

Ófært um flestalla fjallvegi

brimrun5_web.jpgAllir fjallvegir á Austurlandi, aðrir en Vopnafjarðarheiði, eru nú ófærir, flug liggur niðri og messum hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Ekki ert gert ráð fyrir að það gangi niður fyrr en í kvöld.

 

Lesa meira

Fé flutt frá Stórhóli suður í Hornafjörð

lomb.jpgBændur á Stórhóli í Álftafirði fluttu um 150 kindur suður til Hornafjarðar áður en til vörslusviptingar kom fyrir jól. Matvælastofnun hafði óskað eftir því við sýslumanninn að á annað hundrað fjár yrði tekið úr vörslu ábúenda þar sem ekki væri pláss fyrir það í húsunum.

 

Lesa meira

Tveir teknir fyrir slagsmál seinustu nótt

logreglumerki.jpgTalsverður erill var hjá lögreglunni á Egilsstöðum seinustu nótt vegna slagsmála við dansleik þar. Björgunarsveitir voru kallaðar út til föstum ferðalöngum á heiðum um jólin. Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni á Eskifirði seinustu nótt.

 

Lesa meira

Flóðahætta á Austurlandi

brimrun4_wb.jpgAlmannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi. Í gærkvöldi byrjaði að rigna og hvessa verulega. Veðurspár gera ráð fyrir að svo verði áfram fram eftir degi. Færð er víða erfið af þessum sökum.

 

Lesa meira

Óvíst um tjónið í álverinu: MYNDIR

alcoa_eldur2_web.jpgÓvíst er hversu mikið tjón varð í álveri Alcoa Fjarðaáls þegar afriðill þar brann á laugardag. Eldsupptök eru ókunn.

 

Lesa meira

Mesta hitasveifla sem mælst hefur á þessum árstíma

snjor_egs_19122010_0008_web.jpgRíflega þrjátíu stiga hitamunur á innan við viku er mesta hitasveifla sem mælst hefur á Egilsstöðum á þessum ársttíma. Eftir að allt fór á kafi í snjó seinustu dagana fyrir jól er nú næstum allur snjór horfinn eftir asahláku á jóladag og annan dag jóla.

 

Lesa meira

Rekstur Egilsbúðar laus til umsóknar

egilsbud.jpgRekstur Egilsbúðar í Neskaupstað hefur verið auglýstur laus til umsóknar. Þar er félagsheimili Norðfirðinga, hótel og veitingastaður og hefur verið svo árum skiptir.

 

Lesa meira

Guðmundur Helgi: Önnur sprenging varð meðan verið var að slökkva

alcoa_eldur2_web.jpgGuðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar, segir eldsvoðann við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði hafa verið erfitt og krefjandi verkefni. Mikil olía var í afriðlinum sem brann og erfitt að eiga við eldinn. Önnur sprenging varð í afriðlinum á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.

 

Lesa meira

Ekkert skyggni í mikilli snjókomu

snjor_egs_19122010_0008_web.jpgMikil snjókoma er víða á Austurlandi þessa stundina. Ófært er um Öxi, Breiðdalsheiði og Hellisheiði eystri. Flestir aðrir vegir eru færir en skyggni vont. Þar er skafrenningur eða éljagangur. Í spám Veðurstofunnar er ekki gert ráð fyrir að dragi úr ofankomunni fyrr en á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.