Orkumálinn 2024

Hefði verið óskandi að ekki hefði þurft óveðrið til

Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir ánægjulegt að til standi að flýta fyrir uppbyggingu ýmissa innviða í fjórðungnum þótt óskandi hefði verið að ekki hefði þurft óveðrið í desember til að vekja fólk.

Lesa meira

Hafna því að hafa hundsað tilmæli bæjaryfirvalda

Stjórnendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafna því að þeir hafi ekki framfylgt fyrirmælum frá fræðslunefnd Fjarðabyggðar frá í haust um að undirbúa akstur grunnskólabarna í skólasund í nágrannabyggðum. Þeir hafi brugðist við um leið og ljóst varð að ekki yrði hægt að kenna sund á Reyðarfirði í vor.

Lesa meira

Hjón í heimasóttkví á Egilsstöðum

Hjón á Egilsstöðum eru í heimasóttkví eftir að hafa komið heim frá einu þeirra héraða á Ítalíu þar sem kórónaveiran hefur breiðst út. Ekki er grunur um að Héraðsbúarnir séu smitaðir.

Lesa meira

Ekki verið að ákveða að loka sundlauginni til frambúðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að skoða málefni sundlaugarinnar á Reyðarfirði heildstætt í tengslum við frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum. Á meðan þarf að keyra skólabörnum annað í sundkennslu. Foreldrar á Reyðarfirði mótmæla þeirri ráðstöfun og bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang í málinu.

Lesa meira

73 km af raflínum tíu árum fyrr í jörðu

Lagningu 73 km af raflínum á Austurlandi í jörð og umbreytingu í þrífasa rafmagn verður flýtt um áratug, miðað við áætlun ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu sem kynnt var í morgun.

Lesa meira

Ekki talið að einkennalausir geti smitað aðra af kórónaveiru

Ekki er talin hætta á að einstaklingar án einkenna kórónaveiru geti smitað aðra. Þess vegna sé ekki undarlegt að setja fólk í heimasóttkví þótt það hafi farið í gegnum nokkra viðkomustaði á leið heim til sín af svæði þar sem veiran hefur breiðst út. Leitað er að samferðafólki hjóna frá Egilsstöðum sem sett voru í heimasóttkví í gær.

Lesa meira

Félagar í FOSA samþykktu verkfallsboðun

Félagar í Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) hafa samþykkt þátttöku í verkfallsaðgerðum BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum víða um land. Verkfallið hefst mánudaginn 9. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Lesa meira

Kórónaskilaboð um miðjar nætur vekja Seyðfirðinga

Seyðfirðingar hafa sumir hverjir vaknað upp með andfælum eftir að hafa fengið SMS-skilaboð frá almannavörnum með leiðbeiningum til ferðalanga til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Lesa meira

Illviðri setur strik í hátíðarhöld öskudags

Nemendur í Nesskóla í Neskaupstað hafa ekki enn farið af stað í bæinn til að halda upp á öskudag vegna vonds veðurs. Færð á og í kringum Egilsstaði er slæm.

Lesa meira

Loðnugöngur við Papey ekki efni í veiðikvóta

Hafrannsóknastofnun telur að loðnuganga, sem sást skammt undan Papey á sunnudag, hafi verið mæld fyrr í mánuðinum í skipulögðum leitarleiðangri. Áfram verður fylgst með stöðunni á miðunum.

Lesa meira

„Mikilvægast að vita hvað skiptir einstaklinginn mestu máli þessa stundina í lífi hans“

Framkvæmdastjóri Institute for Positive Health (IPH) í Hollandi segist vona að innleiðin hugmyndafræði stofnunarinnar um jákvæða heilsu hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) eigi eftir að ganga vel og verða öðrum íslenskum heilbrigðisstofnunum til eftirbreytni. Um leið efli hún samstarf Íslands og Hollands í heilbrigðismálum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.