Fyrr en síðar þarf að smíða nýja Norrænu

Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur farþegaferjuna Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, segir stjórnendur fyrirtækisins alltaf hafa hugann við að endurnýja ferjuna þótt ekki sé komið að því strax. Auknir fragtflutningar hafa styrkt fyrirtækið verulega síðustu ár.

Lesa meira

Fjöldi bíla beið þess að komast yfir Fagradalinn

Bílaröð, sem teygði sig frá lokunarskilti vegarins upp úr Reyðarfirði út að hesthúsahverfi Reyðfirðinga, myndaðist áður en lagt var af stað var af stað með fylgdarakstur yfir Fagradal seinni partinn í dag.

Lesa meira

Hildur Þórisdóttir efst hjá Austurlistanum

Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir lista Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Skógræktin jákvæðust fyrir heimafólkið

Skógræktarstjóri segist bjartsýnn á að skógrækt geti orðið atvinnugrein sem efli hinar dreifðu byggðir á Íslandi. Vöxtur trjáa hér sé ekki lakari en á svæðum erlendis á sömu breiddargráðu þar sem nytjar af skógi eru aðalatvinnugreinin. Til þess þarf þó stuðning ríkisins til að hjálpa skógræktinni af stað, eða fjárfestingar frá einkaaðilum. Binding kolefnis gæti verið leið til að laða þá að.

Lesa meira

100 milljónir til uppbyggingar við Stuðlagil

Landeigendur og ábúendur við Stuðlagil á Jökuldal fá samanlagt yfir 100 milljónir til framkvæmda á svæðinu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Það er um helmingur þeirrar upphæðar sem sjóðurinn veitir til framkvæmda á Austurlandi í ár.

Lesa meira

Austurland vel í stakk búið til að takast á við sóttvarnir

Almannavarnanefnd Austurlands beinir þeim tilmælum til íbúa að hver og einn gæti vel að sínu hlutverki í sóttvörnum. Almennt séu innviðir svæðisins vel í stakk búnir til að takast á við sóttvarnaráðstafanir og önnur verkefni sem komið geta upp vegna kórónaveirunnar Covid-19.

Lesa meira

Vill skoða aukinn fylgdarakstur yfir Fagradal

Formaður björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði vill að skoðað verði hvort fylgdarakstur sé góð lausn þegar færð sé vond yfir Fagradal. Tæplega 90 bílar fylgdust að í halarófu á eftir snjómoksturstæki yfir dalinn í gær. Það kom þó ekki í veg fyrir að ökumenn lentu í vanda á leiðinni.

Lesa meira

Geta kosið á milli sex nafna

Íbúar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs geta valið á milli sex tillagna um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnakosningunum þann 18. apríl.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.