Orkumálinn 2024

Munu framvegis senda út tilkynningar tvisvar í viku

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ákveðið að hætta að senda út daglegar tilkynningar um aðgerðir og ástand á svæðinu vegna heimsfaraldurs Covid-19 því langt er frá síðasta smiti. Framvegis verða sendar út tilkynningar tvisvar í viku.

Lesa meira

Þórunn snýr aftur á Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, snýr aftur á Alþingi í dag. Hún hefur ekki tekið þátt í þingstörfum síðan um miðjan mars í fyrra þegar hún greindist með brjóstakrabbamein.

Lesa meira

Sex í sóttkví

Sex einstaklingar eru í sóttkví vegna Covid-19 veirunnar á Austurlandi. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur þessa vikuna.

Lesa meira

Þrír eftir í sóttkví

Starfsemi hárgreiðslustofa, tannlækna og íþróttaæfingar barna eru nú heimilar á ný eftir að um eins og hálfs mánaðar langt bann. Þrír einstaklingar eru enn eftir í sóttkví á Austurlandi þegar fyrstu skrefin eru stigin í átt að afléttingu samkomubanns.

Lesa meira

Sprengingar við snjóflóðavarnagerð

Þessa dagana er unnið að klapparlosun við gerð snjóflóðavarnamannavirkja ofan Neskaupstaðar. Íbúar gætu orðið varir við sprengingar á meðan því stendur nú um mánaðamótin.

Lesa meira

Hrósa íbúum fyrir þolinmæði

Austfirðingar hafa sýnt af sér mikla þolinmæði við erfiðar aðstæður vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Ekkert virkt smit er þekkt í fjórðungnum í dag.

Lesa meira

Minna á að áfram þurfi að fara varlega

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir íbúa á að áfram þurfi að sýna aðgæslu og huga að sóttvörnum þótt íbúar finni fyrir létti þar sem byrjað er að slaka á samkomubanni vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Styttist í fjórða maí

Sex eru í sóttkví á Austurlandi til að varna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Ekkert virkt smit er á svæðinu.

Lesa meira

Litlar breytingar fyrir flesta

Sléttar þrjár vikur eru í dag liðnar síðan síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Íbúar eru minntir á að kynna sér breyttar reglur samkomubanns sem taka gildi eftir helgi.

Lesa meira

Snör viðbrögð við eldsvoða í vélageymslu

Slökkviliðið á Vopnafirði var í gær kallað út vegna elds í vélageymslu að bænum Skjaldþingsstöðum. Flest önnur tæki en kaffikannan í skemmunni sluppu en aðstæður voru ekki glæsilegar er brunaliðið kom að.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.