Sýni tekin á Seyðisfirði á morgun

Taka þarf sýni úr farþegum Norrænu þegar ferjan kemur til hafnar á Seyðisfirði í fyrramálið þar sem ekki tókst að senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja í morgun. Farþegar geta þurft að bíða í upp undir sólarhring eftir niðurstöðum.

Lesa meira

Áhyggjur af hraðakstri í byrjun sumars

Lögreglan á Austurlandi hefur áhyggjur af auknum hraðaakstri í byrjun júní. Umferðarlagabrotum fjölgaði um 65% fyrstu daga júní miðað við sama tímabil síðustu fimm ár.

Lesa meira

Kallað eftir afstöðu gagnvart fiskeldi í Norðfjarðarflóa

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir umsögnum þriggja stofnana og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um hvort rétt sé að banna laxeldi í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er Viðfirði og Hellisfirði.

Lesa meira

Hyllir undir bifreiðaskoðun á ný á Vopnafirði

Framkvæmdastjóri Frumherja segir að innan skamms verði byrjað á ný að skoða bifreiðar á vegum fyrirtækisins á Vopnafirði. Ekkert hefur verið skoðað þar síðan í febrúar.

Lesa meira

Tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Neskaupstað

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Sigurði Sigurðarsyni og dæmdi hann til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa margsinnis stungið mann í Neskaupstað í fyrra. Héraðsdómur Austurlands hafði áður dæmt hann til 6 ára fangelsisvistar.

Lesa meira

Endurbyggðu útikennslustofu á Borgarfirði

Nemendur og kennarar við Grunn- og leikskóla Borgarfjarðar tóku höndum saman og luku nýverið við endurbyggingu útikennslustofu skólans. Margvíslegar námsgreinar blönduðust saman við vinnuna.

Lesa meira

Varað við blæðingum í vegum eystra

Vegagerðin varar við aðstæðum á Fjarðarheiði og milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar þar sem blæðingar eru í vegunum. Eins er varað við slitlagskögglum sem brotna af bílum og geta verið varasamir.

Lesa meira

Þrefalt fleiri farþegar í maí en apríl

Farþegar um flugvöllinn á Egilsstöðum voru þrefalt fleiri í maí heldur en þeir voru í apríl. Þeim fækkar hins vegar um rúm 70% samanborið við sama tíma í fyrra.

Lesa meira

Veður

Hitinn kominn í yfir 20 stig eystra

Vel viðrar á Austfirðinga í dag og útlit er fyrir að svo verði áfram allra næstu daga. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Egilsstaðaflugvelli upp úr hádeginu 21,7°C.

Lesa meira

Vilja byggja búsetukjarna til að örva fasteignamarkaðinn

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að leggja fram rúmlega 30 milljónir króna og lóð til að byggja upp íbúðakjarna fyrir íbúa 55 ára og eldri. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er ætlað að koma hreyfingu á húsnæðismarkað í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.