Orkumálinn 2024

Hyllir undir bifreiðaskoðun á ný á Vopnafirði

Framkvæmdastjóri Frumherja segir að innan skamms verði byrjað á ný að skoða bifreiðar á vegum fyrirtækisins á Vopnafirði. Ekkert hefur verið skoðað þar síðan í febrúar.

Lesa meira

Fiskeldi Austfjarða skráð á hlutabréfamarkað í Noregi

Ice Fish Farm, móðurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, var fyrir helgi skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Fyrirtækið fékk nýverið andvirðri 5,7 milljarða króna, eða 200 milljónir norskra króna, í lokuðu hlutafjárútboði.

Lesa meira

Hafa tvöfaldað afkastagetu frystihússins

Frystihús Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði afkastar nú tvöfalt meiri afla heldur en það gerði fyrir fjórum árum síðar. Mikið hefur verið lagt í tæknivæðingu hússins á síðustu árum.

Lesa meira

Breyta gömlu verslunarhúsnæði í miðstöð nýsköpunar

Miklar framkvæmdir eru þessa dagana í gangi vði húsið að Bakkavegi 5 í Neskaupstað, sem áður hýsti verslunina Nesbakka. Verið er að breyta húsinu og byggja við það til að hýsa skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar í Neskaupstað sem fengið hefur nafnið Múlinn-samvinnuhús.

Lesa meira

Endurbyggðu útikennslustofu á Borgarfirði

Nemendur og kennarar við Grunn- og leikskóla Borgarfjarðar tóku höndum saman og luku nýverið við endurbyggingu útikennslustofu skólans. Margvíslegar námsgreinar blönduðust saman við vinnuna.

Lesa meira

Lyklaskipti í Fljótsdal

Helgi Gíslason, nýr sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, var boðinn formlega velkominn á fundi sveitarstjórnar þar í dag. Við sama tækifæri var fráfarandi sveitarstjóra, Gunnþórunni Ingólfsdóttur, færðar þakkir fyrir störf hennar fyrir sveitarfélagið í um tvo áratugi.

Lesa meira

Gera tillögu um sýnatöku á farþegum úr Norrænu

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi sendi fyrir helgi frá sér tillögur um hvernig standa megi að skimun farþegar sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar og millilandaflugi til Egilsstaða.

Lesa meira

Styrkja starfsfólk til skemmtunar eftir erfiðan tíma

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að veita hverri stofnun sveitarfélagsins fjárheimild sem nemur tíu þúsund krónum á hvert stöðugildi til að gera eitthvað skemmtilegt með starfsfólki sínu. Fjárveitingin er hugsuð sem þakklætisvottur til starfsfólks fyrir góða vinnu þess í Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Vilja byggja búsetukjarna til að örva fasteignamarkaðinn

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að leggja fram rúmlega 30 milljónir króna og lóð til að byggja upp íbúðakjarna fyrir íbúa 55 ára og eldri. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er ætlað að koma hreyfingu á húsnæðismarkað í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Sex mánaða fangelsi fyrir akstur án ökuréttinda og fjársvik

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa nýtt viðskiptakort í eigu Golfklúbbs Seyðisfjarðar til að kaupa eldsneyti á sjálfsafgreiðslustöðvum, keyra sviptur ökuréttindum og að stela bifreið. Maðurinn á talsverðan brotaferil að baki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.