Íslandspóstur vill loka póstafgreiðslu á Mjóafirði

mjoifjordur_web.jpg
Íslandspóstur hyggst loka póstafgreiðslu sinni á Mjóafirði í sparnaðarskyni. Of lítil umsvif hafa verið þartil að fyrirtækið telji sig geta haldið úti þjónustunni. Landpóstur á að þjóna Mjófirðingum í staðinn. Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð segja lokunina enn eitt dæmið um hvernig þjónusta við landsbyggðina sé skert.

Lesa meira

Kynningarfundur um Vakann á morgun

vakinn.jpg

Kynningarfundur verður um Vakann, nýtt gæða- og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu, á Hótel Hérað á morgun, þriðjudag 6. mars frá klukkan 11:00-13:30.

 

Lesa meira

Markaðsstofan vinnur eftir sama verkefnalista og fyrri ár

skuli_bjorn_gunnarsson.jpg
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því markaðssetning Austurlands bíði skaða af því þótt hægar gangi að sameina austfirskar stoðstofnanir heldur en vonir stóðu til. Verkefnið á að endanum að skila sterkari, faglegri stofnunum heldur en fyrir voru. Ekki er verið að sameina eingöngu hagræðingarinnar vegna.

Lesa meira

Einar Rafn: Það stóð ekki til að loka skurðstofu og fæðingardeild á Norðfirði og flytja í Egilsstaði

einar_rafn_siv_fridleifs.jpg
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) segir að ekki standi til loka skurðstofu og fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og flytja í Egilsstaði. Hann ítrekar að skýrsla sem unnin var nýlega um skipulag innan stofnunarinnar sé aðeins umræðugrundvöllur. 

Lesa meira

Er markaðssetning Austurlands í lausu lofti?

saevar_gudjons_fru_mjoeyri.jpg
Ferðaþjónustuaðilum víða á Austurlandi þykir ganga hægt að koma nýrri stoðstofnun austfirskra sveitarfélaga á laggirnar. Þeir óttast að seinagangurinn geti haft slæm áhrif á ferðamannasumarið á Austurlandi þar sem ekki sé nægur kraftur í markaðssetningu svæðisins á lykiltíma. 

Lesa meira

Eskfirðingar áhugasamir um Samstöðu

lilja_moses.jpg
Lilja Mósesdóttir, leiðtogi hins nýja stjórnmálaafls Samstöðu, segir áhuga Austfirðinga á framboðinu koma sér á óvart. Sérstaklega hafi hún orðið var við áhuga frá Eskifirði.

Lesa meira

Riða á Jökuldal: Ekki önnur möguleg úrræði en skera allt féð

lomb.jpg
Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norðausturumdæmis, segist ekki sjá önnur úrræði sem skili sama árangri og í baráttunni við riðu og að skera féð. Það verði gert í Merki á Jökuldal þar sem NOR98 afbrigði veikinnar greindist í byrjun mánaðarins.
 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.