Landa kolmunna á Vopnafirði

Faxi RE og Lundey NS eru á leiðinni  til Vopnafjarðar af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum með fullfermi af kældum afla eða alls um 2.700 tonn.

Lesa meira

Arnbjörg efst á lista Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði hefur verið samþykktur. Fyrsta sæti listans skipar Arnbjörg Sveinsdóttir fyrrverandi alþingiskona. Bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna er Ólafur Hreinn Sigurðsson, núverandi bæjarstjóri. Tvær konur skipa efstu tvö sætin.

arnbjorg.jpg

 

Lesa meira

Sumarlöndun á Breiðdalsvík

Landað var úr tveimur bátum, Ragnari og Guðmundi Sig á Breiðdalsvík á sumardaginn fyrsta.

Lesa meira

Rútur í vandræðum á Fjarðarheiði

Tvær tveggja hæða rútur með samtals 140 farðega lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í morgun, þegar þær lentu útaf veginum og festust, önnur þvert yfir veginn. Einnig varð bílvelta á Háreksstaðaleið.

Lesa meira

Bjarni Ben með opna fundi

bjarni_ben.jpgBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir við gesti og svarar fyrirspurnum um rannsóknarskýrslu Alþingis á tveimur opnum fundum á Austfjörðum á morgun. Fyrri fundurinn á Fjarðahóteli á Reyðafirði klukkan 12:00 og sá seinni á Hótel Héraði á Egilsstöðum klukkan 20:00.

Ekkert millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll í dag

Ekkert flug millilandaflugvéla hefur verið um Egilstaðaflugvöll eftir hádegi í dag. Innanlandsflugið liggur einnig niðri.  Það eru öskuskotin ský í 20 þúsund feta hæð sem valda þessari lokun flugvallarinns.

Lesa meira

Kvenfélagið Hlíf gaf hjartalínurita

Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal færði Heilsugæslustöðinni á Breiðdalsvík hjartalínurita að gjöf á sumardaginn fyrsta.

Lesa meira

Framboðslisti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði samþykktur

Á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar, fimmtudaginn 8. apríl 2010, var framboðslisti B-lista Framsóknarflokks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi samþykktur einróma.

Lesa meira

Iceland Express skildi eftir hluta farangurs í Varsjá

Nokkur rekistefna varð á flugvellinum á Egilsstöðum síðasta laugardag þegar farþegar sem voru að koma frá Varsjá með Iceland Express uppgötvuðu að hluti farangursins hafði verið skilin eftir þegar flugvélin fór í loftið þar úti.

Lesa meira

Millilandaumferð eykst um Egilsstaðaflugvöll

Fjórar millilandaflugvélar hafa haft viðkomu á Egilsstaðaflugvelli það sem af er degi.  Þrjár þotur frá Iceland Express og ein frá Flugleiðum. 

Lesa meira

Þórunn leiðir framsókn á Vopnafirði

Þórunn Egilsdóttir skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarmenn á Vopnafirði hafa undanfarin ár verið í samstarfi með öðrum á Vopafirði, fyrst undir merkjum Vopnafjarðarlistans og síðan K-lista félagshyggjufólks og verið með meirihluta í sveitarstjórn.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð og Seyðisfjörður í flokk með Álftnesingum

Fimm íslensk sveitarfélög hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þar af tvö austfirsk, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Hin sveitarfélögin eru Grundarfjarðarbær, Álftanes og Norðurþing. Tekið er tillit til A- og B-hluta efnahagsreiknings.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar