Orkumálinn 2024

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fjárfestir í Responsible Foods

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur keypt 15% hlut í matvælafyrirtækinu Responseible Foods. Fyrirtækið þróar nýja tækni til að framleiða nasl úr íslensku hráefni. Stefnt er að því að starfsemi á vegum þess hefjist á Fáskrúðsfirði í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Gamla ríkið afhent Seyðisfjarðarkaupstað

Íslenska ríkið afsalaði sér í gær Hafnargötu 11, betur þekktu sem Gamla ríkið, til Seyðisfjarðarkaupstaðar. Stefnt er á að nýta veturinn til að endurbyggja húsið.

Lesa meira

Lindex opnar á Egilsstöðum

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga.

Lesa meira

Elta makrílinn yfir í síldarsmuguna

Makrílveiðar hafa gengið treglega og eru íslensku skipin nú að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, töluvert fyrr en í fyrra. Vonast er eftir góðum ágústmánuði en bjartsýnin er hófleg.

Lesa meira

Sakar Icelandair um einokunartilburði

Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi eru ekki allir sáttir við nýja markaðsherferð Air Iceland Connect sem þeir segja hygla hótelum í eigu félagsins sem hafi einokunarstöðu á flugi til Egilsstaða. Félagið segir fleirum hafa verið boðið að taka þátt í verkefninu en ekki þegið boðið.

Lesa meira

Lekinn úr El Grillo minni en áður

Landhelgisgæslan og Umhverfisstofnun skoða nú leiðir til að bregðast við olíuleika úr skipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Lekinn nú er á öðrum stað og minni en steypt var upp í nú í sumarbyrjun.

Lesa meira

Um 90 þúsund krónur kostar að senda tollvörð austur

Um eða 90 þúsund krónur kostar í hvert skipti sem senda þarf tollvörð af höfuðborgarsvæðinu austur til að létta undir við tollafgreiðslu Norrænu við komu hennar til Seyðisfjarðar. Það var gert í yfir 30 skipti á síðasta ári.

Lesa meira

Sýknaður þrátt fyrir játningu

Ríflega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hindrað störf lögreglu með því að ýta við lögregluþjóni.

Lesa meira

Krefjast breytinga á regluverki í sjávarútvegi

Fjölmennur íbúafundur sem haldinn var á Borgarfirði eystra í júní samþykkti einróma ályktun þar sem farið er fram á þrenns konar breytingar á lögum og reglugerðum sem tengjast sjávarútvegi. Ótækt sé að regluverkið gangi gegn hagsmunum samfélagsins.

Lesa meira

Blængur með mettúr í Barentshaf

Frystitogarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað á föstudag með algjöran metafla eftir langt úthald í Barentshafi. En Blængsmenn skiluðu ekki aðeins verðmætum afla á land því margskonar rusl kom upp úr sjó með veiðarfærunum sem skipið færði einnig til lands og komið var til förgunar.

Lesa meira

Tíu milljónir til Borgarfjarðar úr Öndvegissjóði

Á dögunum var úthlutað styrkjum úr sérstökum Öndvegissjóði Brothættra byggða, sem stofnað var til í ár sem hluta að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Valin verkefni af hverju svæði innan Brothættra byggða gátu sótt í úthlutunina og hlaut verkefnið Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg veglegan styrk.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.