Ríkisendurskoðun stendur við skýrsluna um Hannes lækni

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpg
Ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til að endurskoða niðurstöður sem settar eru fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisfærslur Hannesar Sigmarssonar, fyrrverandi yfirlæknis í Fjarðabyggð. Vinnubrögð við skýrsluna voru í samræmi við reglur og heimildir stofnunarinnar.

Lesa meira

Þóra Arnórs og Ari Trausti heimsækja Austurland

forseti_islands.gif

Forsetaframbjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir eru væntanleg til Austurlands í vikunni. Ari Trausti verður með tvo opna fundi en Þóra heimsækir fyrst og fremst vinnustaði.

 

Lesa meira

Ari Trausti: Fólk sagði mér að bjóða mig ekki fram því ég tæki fylgi frá Þóru

ari_trausti_egs_24042012_web.jpgAri Trausti Guðmundsson segir að lagt hafi verið að honum að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands þar sem það gæti spillt möguleikum Þóru Arnórsdóttur á að fella sitjandi forseta, Ólaf Ragnar Grímsson. Ari Trausti heimsótti yfir tuttugu staði á ferð sinni um Seyðisfjörð og Egilsstaði í gær og heldur áfram ferðinni um Fjarðabyggð í dag.

 

Lesa meira

Buðust til að passa börnin fyrir Þóru

 
Gestir á fundi forsetaframbjóðandans Þóru Arnórsdóttur í Menntaskólanum á Egilsstöðum í gær buðust til að passa börnin hennar meðan hún einbeitti sér að framboðinu. Hún segir það forgangsmál sitt, verði hún kjörin, að vinna að sameiningu íslensku þjóðarinnar.

Lesa meira

Handstýrður flutningur á störfum úr Fjarðabyggð

nesk.jpg
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra breytinga á reglum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í raun sé verið að handflytja störf og fjármuni af svæðinu.

Lesa meira

Olíudreifing fær forgang að svæðum í Fjarðabyggð fyrir leit á Drekasvæðinu

reydarfjordur_hofn.jpg
Olíudreifing ehf. og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu sem tryggir fyrirtækinu forgang að 2,2 hektara lóðum undir mögulega þjónustumiðstöð fyrir þau fyrirtæki sem ætla að vinna olíu á Drekasvæðinu. Olíudreifing heitir því einnig að markaðssetja Fjarðabyggð sem ákjósanlegan kost sem miðpunkt athafnasvæðis slíkra fyrirtækja.

Lesa meira

Ekki þarf að skera fleira fé í Merki

lomb.jpg

Ekki er þörf á að skera fleira fé í bili vegna riðuhreinsunar á bænum Merki á Jökuldal. Öll þau sýni sem tekin voru úr því fé sem skorið var eftir að sýkt kind var greind þar í febrúar reyndust neikvæð.

 

Lesa meira

Stríðið milli landsbyggðar og Reykjavíkur aldrei verið harðara

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg

Austfirskir sveitarstjórnarmenn hafa miklar áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar og áformum borgaryfirvalda um að færa völlinn eða loka hluta hans. Ekki gangi að staðsetning hans sé háð geðþóttaákvörðunum borgarfulltrúa hverju sinni.

 

Lesa meira

AFL: Alvarlega vegið að heilu byggðarlögunum með frumvarpi um stjórnum fiskveiða

afl.gif
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags varar við hugsanlegum áhrifum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem liggur fyrir Alþingi um breytingar á fiskveiðistjórnum og um upptöku auðlindaskatts í sjávarútvegi. Stjórnin telur að með frumvarpinu sé „alvarlega vegið að hagsmunum  heilla byggðalaga, starfsöryggi  fiskvinnslufólks, sjómanna og útgerðarfyrirtækja sem eru burðarásar búsetu á landsbyggðinni og þar með kjörum þeirra fjölskyldna  sem eiga afkomu sína undir fiskveiðum og vinnslu.“

Lesa meira

Ný Norðfjarðargöng strax: Söfnun undirskrifta gengur vel

nordfjardargong_undirskriftir_sofnun_web.jpgAðstandendur undirskriftarsöfnunar þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að byrja strax á nýjum Norðfjarðargöngum eru ánægðir með hvernig gengið hefur. Markmiðið er að fá alla íbúa Fjarðabyggðar, átján ára og eldri, til að skrifa undir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.