„Getum ekki verið búðarlaus lengi“

Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps segir það bagalegt að enginn hafi fundist til að halda áfram verslunarrekstri á staðnum frá og með næstu mánaðarmótum. Sveitarfélagið skoði nú hvernig hægt sé að halda þar verslunarrekstri áfram.

Lesa meira

Sýnatökuteymi sent til Danmerkur fyrir næstu ferð

Heilbrigðisstarfsmenn verða sendir til Danmerkur fyrir næstu ferð Norrænu til að hægt verði að taka sýni úr farþegum á leiðinni til Íslands. Sýnataka úr um 300 farþegum skipsins á Seyðisfirði gekk vel í gær.

Lesa meira

Forsetinn klippti á borða við Lyngholt

Það var hátíðleg stund á Reyðarfirði í gær þegar viðbygging við leikskólann Lyngholt var formlega tekin í notkun. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klippti á borðann ásamt Karli Óttari Péturssyni, bæjarstjóra.

Lesa meira

Sýnin tekin á barnum

Vandræði með skráningarkerfi töfðu sýnatöku úr farþegum Norrænu við komu skipsins til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatakan gekk að öðru leyti vel.

Lesa meira

Þrjár veglínur að Fjarðarheiðargöngum til skoðunar

Vegagerðin skoðar nú þrjá mögulega kosti að vegagerð að væntanlegum Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin. Munna ganganna hefur verið valinn staður í 130 metra hæð yfir sjó í landi eyðibýlisins Dalhús á Eyvindarárdal.

Lesa meira

Um 300 sýni tekin í Norrænu

Um 300 af rétt um 460 farþegum með Norrænu munu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju nú í morgunsárið. Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa svæðisins til að gæta, nú sem fyrr, vel að smitvörnum.

Lesa meira

Áhyggjur af hröfnum á jarðgerðarsvæðinu

Íbúar á Reyðarfirði hafa kvartað undan fjölgun fugla sem sækja í lífrænan úrgang á svæði Íslenska gámafélagsins þar. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) segir hrafnana hafa fundið sér leið í gegnum þær varnir sem tilgreindar voru í starfsleyfi.

Lesa meira

Skipað að fjarlægja hana úr íbúabyggð

Íbúa á Reyðarfirði hefur verið skipað að fjarlægja tvo hana úr híbýlum sínum. Hanahald er bannað í Fjarðabyggð og nágrannar hafa kvartað undan fuglunum.

Lesa meira

Rúmar 11 milljónir í verkefni á Austurlandi

Minjastofnun úthlutaði nýverið viðbótarframlögum úr húsafriðunarsjóði en hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna efnhagssamdráttar í kjölfar Covid-19 var að veita 100 milljónum aukalega í sjóðinn. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni, þar af 5 á Austurlandi.

Lesa meira

Miklar hitasveiflur á Austurlandi

Hæsti og lægsti hiti á láglendi í dag er á sömu veðurstöðinni, Seyðisfirði. Samhliða miklum hlýindum á Austurlandi síðustu daga hafa líka myndast kjöraðstæður fyrir kuldapolla á nóttunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.