Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings, en kosið verður
laugardaginn 27. nóvember. Frambjóðendurnir koma af Fljótsdalshéraði,
frá Seyðisfirði og úr Fljótsdalshreppi. Austfirskur tölvunarfræðingur hefur skrifað leitarvél sem hjálpar kjósendum til að gera upp hug sinn.
Seyðfirðingar hvetja þingmenn til að endurskoða áætlanir um niðurskurð í
heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Jafnframt styðja þeir baráttu
Vopnfirðinga gegn lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar.
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist tilbúin að skoða
fyrirhugaða lokun Sundabúðar í samráði við forsvarsmenn
Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Þeir þurfi þó að taka loka
ákvörðunina.
Samið verður við Studio-Strik sem lenti í öðru sæti í hönnunarsamkeppni
um nýtt hjúkrunarheimili á Eskfirði. Vinningstillagan var dæmd úr leik
vegna vanhæfis eins dómnefndarmannsins. Studio-Strik kærði niðurstöðu
samkeppninnar til kærunefndar útboðsmála sem úrskurðaði fyrirtækinu í
hag.
Læknaráð Heilbrgðisstofnunar Austurlands (HAS) telur að nái áætlaður
niðurskurður ríkisins á framlögum til stofnunarinnar fram að ganga muni
heilbrigðisþjónusta á svæðinu skerðast svo að öryggi sjúklinga sé stefnt
í hættu.
Djúpavogshreppur hyggst frá næstu áramótum stefna að því að draga
verulega úr pappírsnotkun. Ýmsar rukkanir verða þannig ekki sendar
greiðendum lengur í pósti.
Föstudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 verður efnt til samstöðusamkomu í
bíósal Herðubreiðar á Seyðisfirði að frumkvæði Hollvinasamtaka
Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, Seyðisfjarðarbæjar og velunnara
stofnunarinnar. Tilefnið er boðaður niðurskurður fjarveitinga til
heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlagafrumvarpinu.
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir
það neyðarúrræði að þurfa að loka hjúkrunarheimilinu Sundabúð á
Vopnafirði. Annað sé erfitt þar sem stofnunin þurfi að skera niður um
tæpan hálfan milljarð á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands fækki
um 78 gangi niðurskurðartillögur heilbrigðisráðherra eftir.
Starfsmönnum stofnunarinnar fækkar þannig um fimmtung. Aðeins ein
heilbrigðisstofnun þarf að segja upp fleiri starfsmönnum.
Undirskriftarsöfnun er farin af stað á Vopnafirði til að mótmæla
fyrirhugaðri lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Oddviti hreppsnefndar
segir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og þingmenn Norðausturkjördæmi
sammála um að lokunin megi ekki verða að veruleika.
Fyrsta skóflustungan að nýrri kersmiðju Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð
var tekin í gær, en stefnt er að því að hún verði tilbúin í ársbyrjun
2012. Heildarfjárfesting vegna kersmiðjunnar er áætluð um 3,5
milljarðar króna.
Talsmaður norsku neytendasamtakanna segir það vafasama aðferð að sprauta
fosfötum í fisk til að láta hann líta betur út á markaði. Karl
Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði, hefur einnig gagnrýnt aðferðina
sem hann segir skaða samkeppni þeirra sem ekki noti efnin.