Spá allt að 27 stiga hita á Egilsstöðum í dag

Reikna má með að hitinn á Egilsstöðum og nágrenni fari í allt að 27 stig í dag gangi veðurspár eftir. Á hitakorti Veðurstofunnar segir að hitinn á hádegi verði 24 stig, Evrópska veðurstofan reiknar með allt að 27 stiga hita og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni á mbl.is að allt að 30 stiga hiti sé í kortunum.

Lesa meira

Gleðjumst saman yfir árangrinum en gætum okkar samt

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa fjórðungsins til að gleðjast saman yfir góðum árangri í baráttunni við Covid-19 veiruna en minnir um leið á að áfram verði að huga vel að smitvörnum.

Lesa meira

Ágangur við Stuðlagil tefur framkvæmdir

Mikill ágangur ferðamanna við Stuðlagil á Jökuldal hefur tafið framkvæmdir í sumar, meðal annars lagningu göngustígar sem á að auðvelda fólki aðgang að gilinu.

Lesa meira

Geta hannað sitt eigið útsýnisflug hjá Flugfélagi Austurlands

Kári Kárason framkvæmdastjóri Flugfélags Austurlands segir að það sé töluverður gangur í útsýnisfluginu hjá þeim þessa dagana. Raunar sé mun meira að gera hjá þeim en á sama tíma í fyrra. Fyrir utan staðlaðar ferðir geta menn hannað sitt eigið útsýnisflug eins og þá listir.

Lesa meira

Hrun í innanlandsflugi

Hrun hefur orðið í innanlandsflugi í júlímánuði miðað við flutningstölur sem Icelandair birti í Kauphöllinni nú fyrir hádegið. Farþegum fækkaði um tæplega helming og framboðið minnkaði um yfir 60%.

Lesa meira

Mesta bongóblíða sumarsins á Vopnafirði

Mesta bongóblíða sumarsins ríkir nú á Vopnafirði. Hitinn þar í augnablikinu er rúmar 23 gráður og logn og segir Fanney Hauksdóttir eigandi verslunarinnar Kauptúns að hún muni ekki eftir öðrum eins hita í sumar.

Lesa meira

Ágæt veiði í Hofsá og Selá – Íslendingar í meirihluta

Ágæt veiði hefur verið í laxveiðinni í Hofsá og Selá það sem af er sumri. Í fyrsta sinn í mjög langan tíma hafa Íslendingar verið í meirihluta veiðimanna en COVID-veiran hefur sett áform margra erlendra veiðimann í uppnám og hefur ástandið skapað töluverða erfiðleika fyrir eigendur ánna, að sögn Gísla Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Veiðiklúbbsins Strengs sem sér um reksturinn.

Lesa meira

Listaverkið Stýrishús-Brú sett upp til eins árs

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að listaverkið Stýrishús-Brú verði sett upp til eins árs á lóðinni Austurvegur 17B. Umrædd lóð tilheyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

Lesa meira

Örninn er fundinn

Tréskúlptúrinn Örninn, sem stolið var af stalli sínum við Fagradalsbraut á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku, er kominn í leitirnar.

Lesa meira

„Eins og að fara á kajak í Vök“

Stuðlagil á Jökuldal hefur á tiltölulega stuttum tíma sprungið út sem einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og um leið vakið athygli á Austurlandi. Áhyggjur eru þó af hegðun ferðamanna í gilinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.