Orkumálinn 2024

Töluvert dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi

Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi á Austurlandi í sumar. Það fór í 4,4% í apríl en mældist 3,2% í júlí s.l.  Spáð er svipuðu atvinnuleysi í þessum mánuði. Gögn sýna að fjöldi þeirra sem búa við minnkandi atvinnuhlutfall snarlækkaði í sumar. Hlutfall þeirra var 8,5% í apríl en var komið niður í 0,8% í júlí.

Lesa meira

Óbreytt staða eystra

Fjöldi þeirra sem eru með virkt Covid-19 smit eða eru í sóttkví er óbreyttur frá í gær. Fjórir veiktust í fimm manna fjölskyldu sem er gestkomandi á svæðinu. Óljóst er hvar þau fengu veiruna.

Lesa meira

Fimm ný tilfelli á tveimur dögum

Sjö virk Covid-19 smit eru á Austurland, samkvæmt nýjustu tölum. Fimm ný smit hafa verið staðfest síðustu tvo daga.

Lesa meira

Spennandi tímar framundan hjá Hallormsstaðaskóla

Björn Halldórsson er nýr stjórnarformaður Hallormsstaðaskóla, áður Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Hann segir spennandi tíma  framundan í starfi skólans þar sem námsskrá hefur verið breytt með sjálfbærni að leiðarljósi. Björn er bóndi og fyrrum formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.

Lesa meira

Blíðan á Austurlandi er búin í bili

Eftir nokkuð langt tímabil með einmuna veðurblíðu á Austurlandi stefnir nú í hefðbundið íslenskt síðsumarsveður með eins stafs hitatölum og frekar hryssingslegu veðri. Dagurinn í dag verður skaplegur en síðan breytist staðan til hins verra.

 

Lesa meira

Ákváðum að kalla út þyrluna þegar við sáum aðstæður

Sævar Þór Skoradal gjaldkeri björgunarsveitarinnar Brimrún á Eskifirði segir að þegar þeir sáu aðstæðurnar nálægt toppi Hólmatinds s.l. laugardag ákváðu þeir að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sævar Þór stjórnaði aðgerðum þegar manni var bjargað úr sjálfheldu á tindinum.

Lesa meira

Allar björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út

Mikið var að gera hjá björgunarsveitum Austurlands í gærkvöldi og voru þær allar kallaðar út vegna göngumanns sem lenti í sjálfheldu við Hólmatind í Eskifirði. Tóku nær 30 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni. Að lokum þurfti að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga manninum.

Lesa meira

Hitamet ársins í Neskaupstað, blíðan heldur áfram

Mikill hiti og veðurblíða var víða á Austurlandi í gærdag og var hitamet ársins slegið í Neskaupstað þar sem hitinn mældist 26,3 gráður samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá dagsins er búist við jafnvel enn betra veðri í dag þar sem sólin mun skína skært yfir öllum fjórðungnum.

Lesa meira

Góður gangur í smíði nýbyggingu Eskju

Góður gangur er í byggingu hinnar nýju frystigeymslu Eskju á Eskifirði. Páll Snorrason framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju segir að verkið sé á áætlun og hann reiknar með að hluti af frystiklefunum verði tekinn í notkun um mánaðarmótin september/október.

Lesa meira

Ungar stúlkur lentu í sjálfheldu í Eyvindará

Tvær stúlkur 11 og 12 ára lentu í sjálfheldu í Eyvindará í dag. Þær bárust með straumi niður ánna þar til foreldrar þeirra og nærstaddir náðu að bjarga þeim.

Lesa meira

Skipta þarf um þak á Múlavegi 34-40 vegna myglu

Fyrir liggur að skipta þarf um þökin á íbúðarhúsnæðinu að Múlavegi 34-40 á Seyðisfirði vegna myglu. Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að fyrir liggi áætlun um nauðsynlegar aðgerðir en þær bíði þess að fjárveiting fáist í fjárhagsáætlun bæjarins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.