Stigar og pallar við Stuðlagil brátt tilbúnir

Búið er að koma upp stálstigum og útsýnispöllum niður að Stuðlagili við bæinn Grund á Efri Jökuldal. Lítilsháttar frágangsvinna er eftir en bíður hún þess að verktakinn komi úr sumarfríi. Reiknað er með að endanlega ljúki framkvæmdum í næsta mánuði.

Lesa meira

Hálslón á yfirfall

Vatn byrjaði að renna um yfirfall Hálslóns á laugardag og niður farveg Jökulsár á Dal á laugardag. Áin er þar með heldur fyrr á yfirfalli en undanfarin ár.

Lesa meira

Sérkennileg norðurljós í Hallormsstaðaskógi

Þeir sem búa í Hallormsstaðaskógi og nágrenni gátu séð norðurljósinn aðfararnótt sunnudagsins. Voru þau óvenjuskær miðað við árstíma og nokkuð sérkennileg í laginu.

Lesa meira

Almenningur útilokaður frá réttum í haust

Almenningi, og ferðamönnum, verður meinað að heimsækja réttir í haust. Þetta hefur verið ákveðið í samráði sóttvarnayfirvalda, sveitarfélaga og bændasamtaka. Fyrstu réttir landsins eru um næstu mánaðarmót.

Lesa meira

Vilja stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík

Náttúruminjasafn Íslands vill stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík. Safnið myndi byggja á steinasöfnun Björns Björgvinssonar sem búsettur er á staðnum. Tveir jarðfræðingar hafa unnið s.l. tvo mánuði við að flokka steina og mynda þá. Um er að ræða safn upp á um tuttugu þúsund steina.

Lesa meira

Umtalsvert meiri veiði í Hofsá en í fyrrasumar

Laxveiðin í Hofsá hefur gengið umtalsvert betur í sumar en í fyrrasumar. Í morgun voru 804 laxar komnir úr ánni miðað við rétt um 700 á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn í sumar hingað til var 20 pund að stærð.

Lesa meira

Stysta og versta ferðamannasumarið í yfir 15 ár

Friðrik Árnason eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík segir að sumarið í ár hafi verið stysta og versta ferðamannasumar hjá hótelinu í yfir 15 ár. Friðrik er búinn að loka veitingastað hótelsins og mun skella í lás á hótelinu sjálfu eftir helgina.

Lesa meira

Formaður Sögufélags Austurlands segir nafnið Múlaþing villandi

Sigurjón Bjarnason formaður Sögufélags Austurlands segir að sínu viti væri í besta falli villandi og í versta falli ókurteisi gagnvart þeim sem búa utan hins nýja sveitarfélags, en innan hins eiginlega Múlaþings, að nefna hið nýstofnaða sveitarfélag þessu nafni. Þetta kemur fram í erindi sem Sigurjón sendi sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjaðarkaupstað, Dúpavogshreppi og Borgarfjarðarhreppi.

Lesa meira

Nauðsynlegt að loka réttum fyrir almenningi

Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að það hafi verið talið nauðsynlegt að loka réttum í haust fyrir almenningi vegna COVID. Guðfinna er bóndi á bænum Straumi í Hróarstunguhreppi.

Lesa meira

Nokkrar tilfæringar í efstu sætum Framsóknarflokksins

Nokkrar breytingar eru á efstu fimm sætunum á lista Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Framboðslisti fyrir kosningarnar 19. September var samþykktur í gærkvöldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.