Framkvæmdir hefjast við Fjarðarheiðargöng 2022

Til stendur að hefja framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng strax árið 2022. Axarvegur lítur dagsins ljós á næstu fimm árum samkvæmt tillögum samgönguráðherra um endurskoðaða samgönguáætlun sem kynntar voru í morgun.

Lesa meira

Engir kólígerlar á Eskifirði

Fyrr í dag barst tilkynning um að fundist hefðu kólígerlar í neysluvatni í Eskifirði en það reyndist vera rangt. 

Lesa meira

Sameiningar: Horfa verður eftir íbúðum fyrir eldri borgara í öllum byggðarlögum

Stjórnendur nýs sameinaðs sveitarfélags Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar þurfa fljótt að móta sér stefnu í þjónustu við aldraða íbúa, sem sífellt fjölgar í byggðarlögunum, verði sameining sveitarfélaganna samþykkt. Heimastjórnir, skólamál og félagsheimilið Fjarðarborg voru Borgfirðingum ofarlega í huga á íbúafundi um sameininguna á fimmtudagskvöld.

Lesa meira

Aðstaða til íþróttaiðkunar afar slæm á Eskifirði

Íþrótta og tómstundanefnd Fjarðabyggðar tók fyrir erindi frá aðalstjórn Austra á síðasta fundi sínum. Stjórn Austra vill að farið verði í breytingu á deiluskipulagi svo hægt verði að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarkjarna Eskifjarðar.

Lesa meira

Fjarðarheiðargöng verða í forgangi á jarðgangaáætlun

Fjarðarheiðargöng verða efst á lista nýrrar jarðgangaáætlunar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, leggur fyrir Alþingi á næstu dögum samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun. Axarvegi verður flýtt með álagningu veggjalds.

Lesa meira

Þarf að skoða verkferlana þegar þoturnar fara aftur af landi brott

Sérstakar aðstæður sköpuðust sem læra þarf af þegar tvær þotur frá ungverska flugfélaginu Wizz Air hleyptu út 200 farþegum á Egilsstaðaflugvelli nýverið. Vélarnar lentu þar vegna veðurs í Keflavík og leyfðu farþegum að fara á eigin ábyrgð. Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir að almennt hafi gengið vel að taka á móti flugfélögum sem nýta Egilsstaði sem varaflugvöll.

Lesa meira

Hágæða troll framleidd á Eskifirði

Egersund Ísland á Eskifirði hefur mikla reynslu sviði sölu og gerð veiðarfæra og viðgerða á flottrollum og nótum. Á dögunum seldu þeir makríl- og síldartroll til Færeyja og er þetta í þriðja sinn ser það er gert.

Lesa meira

Tíu mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Austurlands dæmdi á mánudag tvo karlmenn um þrítugt í 10 mánaða fangelsi hvorn fyrir umfangsmikla kannabisræktun á tveimur stöðum á Austurlandi. Hluti refsingar þeirra er skilorðsbundin.

Lesa meira

Sameiginlegur hádegismatur á Seyðisfirði

Á föstudaginn síðasta var fyrirkomulagi á mötuneyti Seyðisfjaðarskóla breytt. Skólinn, Hótel Aldan, félagsheimilið Herðubreið og LungA skólinn vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat  í Herðubreið.

Lesa meira

Sóley og Ofurhetjan sigruðu Smásagnakeppni KÍ 2019

Nemendur í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði tóku þátt og sigruðu í Smásagnakeppni Kennarasamband Íslands. Keppnin er haldin í 5 sinn og um 200 smásögur bárust í keppnina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar