Rýmingu aflétt á Seyðisfirði á fullu

Ákveðið hefur verið að aflétta að fullu rýmingu á húsum við Búðará á Seyðisfirði. Íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín mánudaginn 4. október fá því að snúa heim. Hættustigi hefur verið aflýst.

Lesa meira

Fimmtán milljónir í almenningssamgöngur

Tvö austfirsk verkefni á sviði almenningssamgangna fá samtals fimmtán milljónir króna í verkefnastyrki sem veitt er á grundvelli byggðáætlunar fyrir árin 2018-24.

Lesa meira

Vonlaust fyrir landsbyggðarfólk að stunda fjarnám við Háskóla Íslands

Mjög sterk viðbrögð hafa orðið við gagnrýni tveggja stúlkna af landsbyggðinni á hendur Háskóla Íslands (HÍ) en fjarnám í boði við þessa æðstu menntastofnun landsins er af afar skornum skammti og engin leið að klára neitt nám þar án þess að vera á staðnum.

Lesa meira

Tilhæfulaus árás á unglingsstúlku

Ráðist var á unglingsstúlku á Reyðarfirði snemma á föstudagsmorgunn. Árásarmaðurinn náðist fljótt og játaði. Hann var undir miklum áhrifum fíkniefna.

Lesa meira

Fundað í dag um framhaldið á Seyðisfirði

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands og almannavarnir funda í dag um stöðuna á Seyðisfirði. Áfram mælist skrið á jarðvegsfleka utan við Búðará.

Lesa meira

Telja varnargarðana og landslagið verja húsin fyrir skriðu

Rýmingu var í gær aflétt af fjórum húsum af níu sem rýmd voru fyrir átta dögum við Búðará á Seyðisfirði vegna framskriðs jarðvegsfleka ofar í hlíðinni. Talið er að varnarmannvirki og landslag verndi öll húsin, auk þess sem flekinn er að molna í sundur, en réttara þykir að fara varlega. Loks hægir á framskriðinu.

Lesa meira

Rýmingu aflétt að hluta

Rýmingu hefur verið aflétt á fjórum húsum af níu sem rýmd voru vegna skriðuhættu á Seyðisfirði fyrir viku.

Lesa meira

Risavaxið verkefni að veiða, vinna og selja loðnukvótann

Forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir mikið verkefni bíða austfirskra útgerða við að veiða, vinna og selja mesta magn loðnu sem leyft hefur verið að veiða við Ísland í tæp tuttugu ár. Hann segir verkefnið þó spennandi og fagnar góðri stöðu loðnustofnsins.

Lesa meira

Óveruleg hreyfing eftir nóttina

Óveruleg hreyfing virðist hafa orðið á jarðvegsflekanum við Búðará á Seyðisfirði í nótt. Færslan er þó heldur hraðari eftir rigningarnar á fimmtudag en þar áður.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.