Bjartsýnn á landaskipti vegna nýs golfvallar

„Viðræður standa enn yfir vegna málsins en það er meiri bjartsýni en ekki að þetta gangi allt saman upp,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Lesa meira

„Skuggaleg“ staða starfsmannamála hjá Fjarðaáli

„Staðan er ekkert minna en skuggaleg nú þegar og þetta er að valda okkur gríðarlegum áhyggjum,“ sagði Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, og vísaði þar í mikinn húsnæðisskort á Austurlandi öllu.

Lesa meira

Miðflokkurinn með bæjarstjóraefni

Miðflokkurinn er eina framboðið í Múlaþingi sem kveðst vera með bæjarstjóraefni í huga, komist framboðið í meirihlutaaðstöðu. Önnur framboð eru ekki með fastmótaða afstöðu eða lýsa yfir stuðningi við núverandi bæjarstjóra, vilji hann sitja áfram. Öll framboðin ganga óbundin til kosninga.

Lesa meira

Þrjú framboð mælast með fulltrúa í Fjarðabyggð

Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista í bæjarstjórn Fjarðabyggðar heldur, samkvæmt niðurstöðu kosningakönnunar Austurfréttar/Austurgluggans. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær ekki kjörinn fulltrúa en vantar ekki mikið upp á.

Lesa meira

Farfuglarnir láta sumir bíða eftir sér

„Því miður er ekki að hægt að staðfesta að farfuglarnir séu allir komnir enn en fjöldi þeirra sem eru þó komnir virðist vera í meðallagi miðað við fyrri ár,“ segir Halldór Walter Stefánsson, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands.

Lesa meira

Nauðsynlegt að sækja frekari tekjur til ríkisins

Frambjóðendur til sveitarstjórnar Múlaþings eru sammála um að sveitarfélög eigi að fá meiri hlutdeild í tekjum sem skapast á þeirra svæði en renna í dag til ríkisins, svo sem af fiskeldi og orkuvinnslu. Stærri hagræðingaraðgerðir eða lækkun gjalda á íbúa eru ekki á dagskránni.

Lesa meira

Framsókn mælist með meirihluta á Vopnafirði

Framsóknarflokkurinn mælist með fimm fulltrúa af sjö í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps í kosningakönnun Austurfréttar/Austurgluggans. Samgöngumál skipta kjósendur þar mestu máli.

Lesa meira

„Öll ágreiningsefni leyst í góðu“

„Það væri ofsögum sagt að segja að það sé mikill ágreiningur okkar á milli, segir Finnbogi Rútur Þormóðsson, prófessor emeritus og einn frambjóðenda á nýstofnuðum Vopnafjarðarlista.

Lesa meira

Meirihlutinn með yfirburði í Múlaþingi

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarstjórn Múlaþings bætir duglega við sig, tveimur fulltrúum, samkvæmt niðurstöðum kosningakönnunar Austurfréttar/Austurgluggans.

Lesa meira

Hver er afstaða framboðanna til fiskeldis í Seyðisfirði?

Frambjóðendur til sveitarstjórnar Múlaþings vilja flestir finna flöt á því að hlusta á og koma til móts við gagnrýni á fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Eitt framboð hafnar fiskeldinu alfarið meðan önnur segja vald sveitarfélagsins takmarkað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.