Vilja sjá Nettó í Neskaupstað

Hópur sem stendur að baki undirskriftasöfnun um úrbætur í matvöruverslun í Neskaupstað hyggst framlengja söfnunina til 17. júlí. Í framhaldinu er stefnt á að ná fundi forsvarsfólks Samkaupa, sem hópurinn telur ekki hafa staðið við gefin fyrirheit um úrbætur þegar verslun fyrirtækisins var síðast breytt.

Lesa meira

Besta ár í sögu Loðnuvinnslunnar

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar Fáskrúðsfirði á síðasta ári var rúmir tveir milljarðar króna eftir skatta. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri, sem verður að teljast eftirtektarvert í ljósi þess að engin loðna veiddist hér við land.

Lesa meira

Einn í einangrun eftir skimun í Norrænu

Einn farþegi úr Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun, er í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 smit. Verið er að kanna hvort smitið sé gamalt.

Lesa meira

Magnús Þór ráðinn til Faxaflóahafna

Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann tekur við starfinu í byrjun ágúst.

Lesa meira

Langmesta kjörsóknin í Fljótsdal

Hlutfallslega besta kjörsóknin í forsetakosningunum á Austurlandi um síðustu helgi var í Fljótsdalshreppi. Lökust var hún hins vegar í Vopnafjarðarhreppi.

Lesa meira

Nýir eigendur tryggja áframhaldandi rekstur Kauptúns

Óvissu um framtíð dagvöruverslunar á Vopnafirði hefur verið eytt eftir að Berghildur Fanney Oddsson Hauksdóttir og Eyjólfur Sigurðsson keyptu verslunina Kauptún sem annars hefði lokað eftir daginn í dag. Svo verður ekki.

Lesa meira

Stefna á að senda fjölmennara lið í næstu ferð Norrænu

Innan við klukkutíma tók að skima um 200 farþega Norrænu eftir að ferjan var komin til hafnar á Seyðisfirði í gærmorgun. Ekki urðu frekari tafir á ferðum ferjunnar þess vegna þótt ekki væri hægt að skima sama fjölda og fyrirhugað var um borð í henni vegna athugasemda frá persónuverndaryfirvöldum í Færeyjum. Lausn á stöðunni var meðal annars rædd á fundi utanríkisráðherra landanna í vikunni.

Lesa meira

Fjórar einkaþotur á Egilsstaðaflugvelli

Þeir sem leið hafa átt framhjá flugvellinum á Egilsstöðum eftir hádegi í dag hafa margir veitt því athygli að fjórar einkaþotur eru staddar á vellinum í dag. Þrjár þeirra eru í eigu breska auðjöfursins Jim Ratcliffe.

Lesa meira

Eftirlitsflygildin kyrrsett eftir óhapp

Stofnanir Evrópusambandsins hafa fyrirskipað að ómönnuð flygildi af gerðinni Hermes 900 verði kyrrsett á jörðu niður uns annað verður ákveðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að slíkt flygildi varð að nauðlenda á Grikklandi í byrjun árs. Flygildi sömu gerðar var á Egilsstöðum í fyrrasumar.

Lesa meira

Minna Austfirðinga á að gæta sín í fjölmenni

Ekki hefur fjölgað í hópi þeirra Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins síðan fyrir helgi. Þeir eru níu talsins samkvæmt tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér í gærkvöldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.