Venus aflahæstur á makrílvertíðinni

Venus NS, skip Brims frá Vopnafirði, veiddi allra skipa mest á nýafstaðinni makrílvertíð. Þrjú af fimm aflahæstu skipunum eru skráð á Austfjörðum.

Lesa meira

Setja upp vörn við klettana á Vopnafirði

Starfsmenn Vopnafjarðarhrepps munu í dag setja upp varnargirðingu við klettabelti þar sem banaslys varð fyrir viku. Annar einstaklingur féll þar fram af í gærmorgunn. Mikil umferð er af fólki um svæðið þessa dagana.

Lesa meira

Síldarvinnslan hættir bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Ríflega 30 starfsmenn eru þar. Hluta þeirra verður boðin vinna á öðrum starfsstöðvum. Skipverjar á togaranum Gullveri halda vinnunni en munu landa víðar en á Seyðisfirði. Fiskimjölsverksmiðjan verður rekin áfram.

Lesa meira

Auka snjóflóðavöktun í Neskaupstað

Snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands hefur fjölgað mælitækjum í hlíðunum fyrir ofan Neskaupstað í því skyni að fá enn gleggri mynd af snjóalögum og hitastigi í framtíðinni.

Lesa meira

Engin óhöpp í umferðinni í gær

Þrátt fyrir að snjóað hafi á heiðum og þar með einhverjum fjallvegum í gær gekk umferðin á Austurlandi slysalaust fyrir sig.

Lesa meira

Á Vopnafirði skipta almennir kennarar með sér íþróttakennslu

Þrátt fyrir töluverðar auglýsingar eftir kennurum tókst aðeins að fullmanna allar almennar kennslugreinar í grunnskólanum  á Vopnafirði á allra síðustu metrunum. Enginn fékkst þó íþróttakennari svo þrír almennir kennarar skólans skiptast á að sinna því aukreitis.

Lesa meira

Fyrsta næturfrostið framundan á Austurlandi þetta haustið

Tveggja stafa hitatölur munu frá og með sunnudeginum að mestu heyra sögunni til þetta sumarið á Austurlandi samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Næturfrost mun mælast á stöku stöðum strax aðfararnótt þriðjudags.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.