Hinrik Nói í Upptaktinn fyrir hönd Austurlands

Það verður hinn þrettán ára gamli Hinrik Nói Guðmundsson úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum sem taka mun þátt í Upptaktinum 2024 fyrir hönd Austurlands.

Lesa meira

Fara yfir öryggismál á skíðasvæðum eftir snjóflóð um síðustu helgi

Almannavarnir á Austurlandi, í samstarfi við sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing, hefur sett í forgang að fara yfir öryggismál á skíðasvæðunum. Þrettán ára drengur bjargaðist úr snjóflóði sem féll nærri skíðasvæðinu í Stafdal síðasta laugardag. Sama dag féllu tvö flóð nærri Oddsskarði. Flóðin fóru af stað undan skíðafólki á ferð.

Lesa meira

Kynslóðaskipti í River

Nýir eigendur tóku við tísku- og íþróttavöruversluninni River á Egilsstöðum um mánðamótin þegar María Lena Heiðarsdóttir Olsen og Hannes Örn Ívarsson tóku við rekstrinum af foreldrum Maríu Lenu. Þau byrjuðu með sólbaðsstofu fyrir rúmum 20 árum.

Lesa meira

Fyrstu loðnufarmarnir á land hjá Eskju

Loks færst líf að nýju í uppsjávarvinnslu Eskju á Eskifirði eftir að fyrstu loðnu ársins var þar landað í fyrrakvöld þegar norska skipið Hargrun kom til hafnar með um 1100 tonn úr Barentshafinu. Í morgun kom annar 990 tonna farmur af sömu miðum og þriðja norska skipið er þegar á leiðinni.

Lesa meira

Axel Örn sveitarstjóri til bráðabirgða

Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, verður tímabundið sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt hefur verið að auglýsa starfið.

Lesa meira

Flýting grásleppuveiða ekki endilega jákvæð fyrir Austurland

Ákvörðun Matvælaráðuneytisins að leyfa grásleppuveiðar frá 1. mars, tæpum þremur vikum fyrr en upphaflega stóð til, kemur sér ekki endilega vel fyrir austfirska smábátaeigendur. Upphaflega stóð til að veiðar hæfust 20. mars en seint í febrúar var tilkynnt að þeim yrði flýtt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.