Jens Garðar leiðir sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð
Jens Harðar Helgason,bæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Valdimar O. Hermannsson, oddviti listans undanfarin fjögur ár, er í öðru sæti.
Jens Harðar Helgason,bæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Valdimar O. Hermannsson, oddviti listans undanfarin fjögur ár, er í öðru sæti.
Poppmessa verður haldin á Vopnafirði á sunnudag í tilefni æskulýðsdags kirkjunnar. Rokkhljómsveit spilar í messunni og krakkar úr Kýros, æskulýðsfélagi Vopnafjarðarkirkju, skreyta kirkjuna og sjá um stóran hluta messunnar.
Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga árið 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.
Þorsteinn Sigjónsson, bóndi að Bjarnanesi í Hornafirði, hefur tekið jörðina Stórhól í Álftafirði á leigu með öllum bústofni fram á haust. Hann tók við allri ábyrgð á búfjárhaldi á bænum um seinustu mánaðarmót. Yfirvöld hafa gert athugasemdir við aðbúnað á öðru austfirsku sauðfjárbúi.
Fundur á vegum Þjóðarvettvangs um Icesave málið verður haldinn á Reyðarfirði á laugardag. Á fundinum verða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki ræddi í tengslum við málið.
Móavatn er réttvið Tjarnarland í Hjaltastaðaþinghá, ekki svo mörgum kílómetrum utan við Eiða. Þarer aðstaðan eins og best verður á kosið. Sér í lagi er góð aðstaða fyrirkeppendur í Tjarnarlandi. Við Móavatn þeirra Tjarnarlandsfeðga hefur veriðbyggt glæsilegt hús sem nú nýtist sem þjónustuhús fyrir Ístölt Austurland. Gott getur verið fyrir áhorfendur að taka með sér aur eða plastkort til að láta fé af hendi rakna í veitingasölunni.
Eins og áður erþað Hestamannafélagið Freyfaxi sem hefur veg og vanda að Ístölt Austurland, semfyrir löngu er orðinn árviss viðburður. Ennþá er opið fyrir skráningar ogrennur skráningarfrestur út á fimmtudagskvöld kl. 22:30. Skráningargjöld erukr. 3.000,- og innheimtast á staðnum. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánariupplýsingar um staðhætti, skráningar og margt fleira veitir Einar BenÞorsteinsson í síma 896-5513. Keppni hefst kl. 10:00, stundvíslega.
Keppt verður íeftirtöldum flokkum:
Tölt unglinga
Tölt áhugamenn
Tölt opinnflokkur
A-flokkur
B-flokkur
Sérgreinalæknar, sem meðal annars hafa þjónað Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) í um tíu ár, manna heilsugæslustöðina á Eskifirði. Sá háttur verður hafður á þar til varanlegri lausn finnst.
Samstarfi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), og Fljótsdalshéraðs vegna byggingar Grunnskólans á Egilsstöðum er lokið. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í gær.
Átta gefa kost á sér til framboðs í prófkjöri til uppröðunar á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.