Ýmsir sýna áhuga að reka nytjamarkaði í Fjarðabyggð

„Við tókum þá ákvörðun að hinkra aðeins með þetta af þeim ástæðum að þetta er tiltölulega umfangsmikið en ekki síður sökum þess að tveir aðilar sem munu koma að þessu hefja ekki störf hér fyrr en 1. ágúst,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar.

Um skeið hefur verið unnið að því að koma upp nytjamörkuðum í þéttbýliskjörnum bæjarfélagsins og snemma í vor var auglýst eftir fólki sem hefði áhuga að reka eða koma að slíku verkefni. Fimm aðilar sýndu því áhuga en nú hefur nefndin ákveðið að gefa sér tíma fram á haustið til að ráða ráðum sínum.

Þuríður segist sjálf mjög spennt fyrir slíkum mörkuðum í sveitarfélaginu og segir að þeir aðilar sem hafi sýnt áhugann komi frá mismunandi stöðum í Fjarðabyggð. Aðeins einn þeirri hafi þó haft húsnæði undir markað af þessu tagi.

„Nefndin okkar er nýtekin til starfa og okkur langar að komast meira inn í verkefnin áður en við tökum einhverjar ákvarðanir til framtíðar. Það eru ansi margar spurningar er varða nytjamarkaði sem þarf að svara og ekki hvað síst hvernig nákvæmlega bæjarfélagið ætlar að koma að málinu því það er ekki hugmyndin að rekstur slíkra markaða verði í höndum bæjarstjórnarmanna. Með hvaða hætti ætlar Fjarðabyggð að styðja við uppsetningu slíkra markaða er spurning sem fá þarf svar við og fleira kemur til.“

Neskaupstaður einn þeirra staða sem gæti státað af nytjamarkaði áður en langt um líður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.