Yfirspenntur spennir orsakaði rafmagnsleysi suður frá Breiðdal

Keðjuverkandi truflun í kerfi Landsnets varð til þess að rafmagnslaust varð á svæðinu frá Breiðdal suður í Skaftafell í um fjóra tíma í gærmorgunn.

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik Austurlandi varð truflunin hjá Landsneti þess valdandi að spennir að Ormsstöðum í Breiðdal trekktist svo mikið að ekki var hægt að slá honum inn með fjarstýringu.

Því varð að senda viðgerðarmenn á staðinn til að slá honum inn. Fleiri spenna þurfi að handtrekkja niður eftir truflunina.

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik var truflunin hjá Landsneti rakin til rafmagnsleysis á Hólum í Hjaltadal. Það rafmagnsleysi stafaði af útleysingu á Fljótsdalslínu 2, gömlu byggðalínunni til suðurs frá Fljótsdal, sem einnig leysti út í óveðrinu í síðustu viku. Truflunin nú hafði einnig áhrif á Blöndusvæðinu.

Varað hefur verið við mikilli úrkomu og ísingarveðri um helgina. Vonast er til að það hafi ekki teljandi áhrif á þær línur sem Rarik sér um eystra. Ekki eru áhyggjur af veðrinu á láglendi og varafl er til staðar á línum Rarik, svo sem til Borgarfjarðar og Mjóafjarðar.

Þá er einnig vonast til að mikið hvassviðri sem fylgir strax í kjölfar úrkomunnar verði til þess að ísing safnist síður fyrir á línum Rarik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.