Yfir 700 Austfirðingar bólusettir í vikunni

Búið er að boða um 720 manns til bólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í vikunni. Stefnt er að því að bólusetja alla 60 ára og eldri á næstu tveimur vikum.

Bólusett verður eystra á miðvikudag og fimmtudag. Bólusett verður í aldurshópnum 60-70 ára og hjá yngra fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

Misjafnt er eftir byggðarlögum hve langt verður komist niður í aldri. Miðað við núverandi áætlanir verða allir fæddir 1960 eða fyrr á Fljótsdalshéraði bólusettir, í Fjarðabyggð stendur til að bólusetja alla fædda 1957 og fyrr en á öðrum stöðum fá 60 ára og eldri bólusetningu. Í næstu viku verður síðan lokið við að bólusetja alla 60 ára og eldri.

Eins og sakir standa verður þó ekki bólusett á Vopnafirði í þessari viku. Það gæti þó breyst ef bóluefni sem nota á þar til að gefa seinni bólusetningu í fyrri forgangshópum berst.

Á Seyðisfirði og Djúpavogi er bólusett á heilsugæslustöðvunum, á Eskifirði í Kirkju- og menningarmiðstöðinni og svo heilsugæslunni á Egilsstöðum. Bílastæði þar eru af skornum skammti og er fólki bent á að nýta bílastæði sem eru við Egilsstaðakirkju.

Fólk er boðað í bólusetningu með SMS skilaboðum frá HSA. Athugasemdir varðandi bókanir er hægt að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Aðrar fyrirspurnir varðandi bólusetningar eða Covid-19 faraldurinn er hægt að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Á næstu vikum verður auglýstur opinn tími þar sem fólki 60 ára og eldri, sem til dæmis hefur misst af boðun, ekki fengið hana eða ekki komist verður boðið að skrá sig og mæta í bólusetningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.