Orkumálinn 2024

Yfir 70 nemar í Sjávarútvegsskóla unga fólksins

Níunda ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Austurlandi er nú lokið. Nemendur sem sóttu skólann voru samtals 71 og höfðu þeir lokið 8. bekk grunnskóla.


Í tilkynningu segir að kennsla fór fram á Neskaupstað, Eskifirði, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla byggðarlaga, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.

Námið er í formi fyrirlestra og heimsókna til fyrirtækja en farið var í fiskvinnslur, fiskimjölsverksmiðju, netaverkstæði og um borð í skip svo dæmi séu tekinn. Þá var dagskráin einnig brotinn upp með spilum og keppnum auk verklegra æfinga s.s. skynmat á fiski og tegundagreiningu,“ segir í tilkynningunni.

„Tveir gestafyrirlesarar þær; Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Fanney Friðriksdóttir komu í heimsókn. Björgunarsveitirnar og fiskeldisfyrirtæki sáu um að bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir nemendur lokadaginn og endað var síðan á pizzaveislu og útskrift.“

Kennarar á Austurlandi voru þrír nemar í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri; þau Særún Anna Brynjarsdóttir, Þorvaldur Marteinn Jónsson og Friðbjörg María Björnsdóttir.

Aðalstyrktaraðilar á Austurlandi voru Síldarvinnslan hf., Eskja hf., Brim hf, og Loðnuvinnslan hf. Aðrir styrktaraðilar voru: Hafnarsjóður Fjarðabyggðar, Vopnafjarðarhreppur og Múlaþing.

Fiskeldisskóli unga fólksins

Einnig kemur fram að í fyrsta sinn í sumar var Fiskeldisskóli unga fólksins kenndur í Vesturbyggð og á Djúpavogi en hann byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Sjávarútvegsskóli unga fólksins og er liður í samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um nám í fiskeldi. Samtals sóttu 22 nemendur skólann.

Fiskeldisskólinn unga fólksins var kenndur á Djúpavogi vikuna 18-23 júlí. Styrktaraðilar Fiskeldisskóla unga fólksins á Djúpavogi voru; Fiskeldi Austfjarða ehf., Múlaþing, Egersund ehf og Laxar hf. Kennarar voru; Magnús Víðisson, Þorvaldur Marteinn Jónsson og gestafyrirlesari; Freysteinn Nonni Mánason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.