Yfir 20 umsækjendur um starf framkvæmdastjóra HEF

Meira en 20 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem rann út í lok janúar. Á heimasíðu Capacent, sem heldur utan um ráðningarferlið, kemur fram að viðtöl standi yfir við umsækjendur.

Í auglýsingu var gerð krafa um menntun sem nýtist í starfi, reynslu af stjórnun og rekstri, leiðtoga- og skipulagshæfileika og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Þá er reynsla af sambærilegum störfum, innsýni og þekking á tæknilegum þáttum í rekstri veitna og reynsla af samningagerð talin kostur.

Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á daglegum rekstri HEF sem sér um hita-, vatns- og fráveitu í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellabæ. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 og er að fullu í eigu sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.

Umsækjendur:

Aðalsteinn Þórhallsson, verkefna- og byggingastjóri
Anna Dóra Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Baldur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Bjarni Kr. Grímsson, framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs
Eiríkur Baldur Þorsteinsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Guðmundur S Kröyer, sérfræðingur
Gunnar Sigbjörnsson, fyrrverandi útibússtjóri
Ívar Helgason, framkvæmdastjóri
Ívar Karl Hafliðason, framkvæmdastjóri
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur
Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri
Ketill Hallgrímsson, yfirvélstjóri
Miguel Martins, hagfræðingur
Ófeigur Fanndal Birkisson, vélaverkfræðingur
Páll Breiðfjörð Pálsson, forstöðumaður
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur og stöðvarstjóri
Sigurður J. Jónsson, forstöðumaður
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri
Stefán Þór Eyjólfsson, lögmaður
Sverrir Örn Sverrisson, viðskiptastjóri
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson, verkefnastjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, verkfræðingur og veitustjóri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.