Óvíst um tjónið í álverinu: MYNDIR

alcoa_eldur2_web.jpgÓvíst er hversu mikið tjón varð í álveri Alcoa Fjarðaáls þegar afriðill þar brann á laugardag. Eldsupptök eru ókunn.

 

Afriðillinn stóð í björtu báli eftir að sprenging varð í honum upp úr klukkan fimm. Enginn slasaðist í sprengingunni en rafmagn fór af álverinu og hluta af Austurlandi.

Bálið logaði glatt enda mikil olía í afriðlinum. Fimm afriðlar eru á svæðinu og vörnuðu steyptir eldveggir milli þeirra að eldurinn breiddist út. Hluti álverssvæðisins var rýmt vegna sprengihættu og tafði það heldur slökkvistarf.

Um tveimur tímum eftir að eldurinn braust út komst rafmagn aftur á álverið en hefði slíkt dregist mikið lengur hefði álið getað storknað í kerjunum. Slíkt hefði þýtt að skipta hefði þurft um kerin og margra mánaða framleiðslustopp.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en málið er í rannsókn. Tjónið hefur ekki verið metið né áhrifin á framleiðsluna.

Myndir: Alcoa/Hilmar

alcoa_eldur1_web.jpg alcoa_eldur3_web.jpgalver_eldur_0004_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.