Orkumálinn 2024

Vísbending um að við þurfum að herða róðurinn

Jón Björn Hákonarson og Guðmundur Þorgrímsson, efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segja skoðanakönnun sem birt var í vikunni, sýna að flokkurinn þurfi að herða róðurinn.

 

ImageÍ könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni kom fram að Framsóknarflokkurinn tapaði 3,5 prósentustigum frá seinustu kosningum en heldur samt sínum mönnum.

Jón Björn og Guðmundur segjast hafa vitað af vissri úrtaksskekkju en hún sé „auðvitað vísbending um að við þurfum að herða aðeins róðurinn.“

Þeir segja fjarveru Biðlistans, sem bauð fram í seinustu tveimur sveitarstjórnarkosningum, hafa gert kosningabaráttuna dauflegri. „Á Biðlistanum voru litríkir karaktera sem lífguðu uppá kosningabaráttuna.“

Þeir segja kosningarnar snúast um hverjum kjósendum treysti til að stýra sveitarfélaginu. „ Við teljum afar mikilvægt á þessum tímapunti að kjósendur geri sér vel grein fyrir trúverðugleika listana og hverjum þeir treysta best til að stjórna sveitarfélaginu. Fjármálin eru auðvitað stórt málefni sem hefur skipt miklu í gegnum alla baráttuna sem og ýmislegt er snýr að grunnþjónustu við íbúa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.