Vopnfirskir unglingar láta til sín taka: Árleg poppmessa

kirkjukrakkar6_web.jpg
Árleg poppmessa og kaffisala æskulýðsfélags Hofsprestakalls, Kýros, verður haldin í Vopnafjarðarkirkju klukkan 15:00 á morgun, sunnudaginn 11. mars. 
 
Messan verður með nýstárlegu sniði með áherslu á fjölbreytt tónlistar-og leikatriði á léttum nótum með gleðina í fyrirrúmi, þar sem margir koma fram ásamt kirkju-og barnakórnum. Þema dagsins er „Gerið gleði mína fullkomna“ og munu unglingarnir skreyta kirkjuna og safnaðarheimilið í takt við það með blöðrum, brosköllum og litríkum borðum.

Eftir messu verður árleg kaffisala æskulýðsfélagsins í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju.  Allur ágóðinn af kaffisölunni rennur óskiptur til hjálpar þrælabörnum á Indlandi. Málefnið völdu unglingarnir og þau sjá um allan undirbúning fyrir messuna og kaffisöluna og leggja mikið að mörkum.

Með framtakinu finna unglingarnir, að þau geta haft áhrif til góðs með því að láta til sína taka, auðgað mannlífið á Vopnafirði og glætt von um betri heim og bjarta framtíð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.