Vopnafjörður: Óásættanlegt að sveitarfélag sé læknislaust í sparnaðarskyni

vopnafjordur.jpgVopnfirðingar eru ósáttir við að ekki hafi verið fenginn læknis til afleysinga á Vopnafirði um miðjan júnímánuð. Læknislaust var í fjóra daga. Heilbrigðisstofnun Austurlands taldi þetta nauðsynlega sparnaðarráðstöfun.

 

Enginn læknir var á Vopnafirði helgina 16. – 19. júní síðastliðinn. Sú staðreynd hefur lagst illa í Vopnfirðinga og endurspeglast í nýlegri bókun hreppsnefndar þeirra. Þar er því harðlega mótmælt að grunnlæknisþjónusta hafi verði tekin af Vopnfirðingum í sparnaðarskyni.

„Það getur ekki verið ásættanlegt að sveitarfélag sé haft læknislaust í sparnaðarskyni og þannig tekin áhættan á því að engin erfið læknistilfelli komi upp á sparnaðartímabilinu,“ segir í bókuninni. „Vopnafjörður er í 135 km fjarlægð frá Egilsstöðum, þar sem næst er unnt að ná í lækni, ef vá ber að dyrum. Jafnframt er um háa fjallvegi í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli að ræða svo allsendis er óvíst hversu öruggt er að komast milli þessara staða þegar brýna nauðsyn ber til.“

Hreppsnefndin krefst þess að ekki verði fleiri læknislausir dagar á Vopnafirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.