Vopnafjörður: Framsókn og óháðir með fimm atkvæðum meira en Vopnafjarðarlistinn

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra hefur meirihluta í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps á komandi kjörtímabili. Lítill munur varð milli listanna tveggja sem buðu þar fram.

Fyrir rest skildu fimm atkvæði að lista Framsóknar og Vopnafjarðarlista. Erfitt er að bera úrslitin saman við þau sem voru fyrir fjórum árum því framboðin voru þá þrjú.

Framsóknarflokk og óháðir: 190 atkvæði, 50,67%, 4 fulltrúar
Vopnafjarðarlisti: 185 atkvæði, 49,33%, 3 fulltrúar

Á kjörskrá voru 504 einstaklingar, atkvæði greiddu 392. Kjörsókn var því 77,8, töluvert lakari en fyrir fjórum árum þegar hún var rúm 86%.

Auðir seðlar: 14
Ógildir: 3

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkur og óháðir
Axel Örn Sveinbjörnsson
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
Sigurður Grétar Sigurðsson
Sigrún Lára Shanko

Vopnafjarðarlisti
Bjartur Aðalbjörnsson
Björn Heiðar Sigurbjörnsson
Hafdís Bára Óskarsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.