„Vonandi verður tíðarfarið hagstætt“

Áætlað er að framkvæmdir við endurbyggingu Borgarfjarðarvegar hefjist í haust, en Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í verkið.


Um er að ræða kaflinn er frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra, alls 4,8 kílómetrar.

Sveinn Sveinsson er umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi. „Tilboð í verkið verða opnuð þriðjudaginn 25. september og við áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust, vonandi verður tíðarfarið hagstætt þannig að hægt verði að vinna kannski eitthvað inn í veturinn. Stefnt er að því að ljúka ákveðnum áfanga í Njarðvíkurskriðum fyrir 15. desmeber 2018 og að verkinu verði að fullu lokið 1. september 2019,“ segir Sveinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.