„Vonandi verður þetta bara Instagramað í drasl“

„Ég vona að þetta muni vekja athygli, fólk stoppi og taki myndir og segi góðar sögur frá Breiðdalsvík, segir Friðrik Árnason eigandi Hótel Bláfells, sem bætir því við ekki veiti af að nýta hvert tækifæri til að draga að ferðamenn en fjöldi þeirra hafi dregist verulega saman milli ára.

 

 

„Ég málaði regnbogagötuna í fyrra og langaði að gera það aftur í ár. Ég var svo að vafra á netinu og sá þessa þrívíddargangbraut á Ísafirði og hafði samband við Gaut Ívar Halldórsson hjá Vegamálun GÍH. Hann var einmitt á leið í hringferð um landið og kom við hjá okkur og málaði bílastæðin, regnbogann og þrívíddargangbrautina. Regnboginn hefur aldrei verið flottari og þrívíddargangbrautin er ógeðslega töff. Vonandi verður þetta bara „Instagramað“ í drasl eins og krakkarnir segja.


„Þetta er bara stór-skellur“
Friðrik segir ferðamannasumarið ekki fara vel af stað. „Þetta er bara hrikalegt, alveg hræðilegt í einu orði sagt. Það er miklu minna að gera en í fyrra, þetta er engin lægð, bara stór-skellur. Ástæðan er líklega margþætt, það er alltaf rólegt í júní á fjögurra ára fresti meðan HM er. En við sjáum einnig að bókanir fyrir júlí fara mun hægar af stað en áður, en vonandi tekur þetta við sér.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.