Von á ítölskum orrustuþotum

Búast má við á að friðurinn yfir Egilsstöðum verði rofinn síðar í vikunni þegar ítalskar orrustuflugvélar verða þar við æfingar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast á ný með komu sveitar frá ítalska flughernum.

Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

Í tengslum við þetta er gert ráð fyrir aðflugsæfingum að flugvellinum á Egilsstöðum fimmtudag eða föstudag.

Verkefnið er framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að verkefninu ljúki um miðjan apríl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar