Vinna hafin við „Sterkan Stöðvarfjörð“

„Við vorum þarna í maí að kynna mér bæði bæinn og hitta fólkið og svo flyt ég sjálf með alla fjölskylduna á staðinn síðar í þessum mánuði og þá hefst starfið fyrir alvöru,“ segir Valborg Ösp Á Warén, verkefnisstjóri verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.

Hafin er vinna að koma til leiðar því sem íbúum Stöðvarfjarðar fannst helst skorta til að bæjarfélagið geti blómstrað til framtíðar en það verkefni er undir hatti Brothættra byggða sem Byggðastofnun stýrir. Sú vinna kemur í kjölfar vel sótts íbúafundar þar sem heimamenn sjálfir völdu þau verkefni sem hvað brýnust þykja til að bæta bæjarlífið og gera Stöðvarfjörð meira aðlaðandi.

Sjá má á meðfylgjandi skjáskoti hvaða megináherslur íbúar lögðu til og síðan þá hefur Valborg, auk annarra, unnið að því að koma hugmyndunum til framkvæmda. „Það var svokallaður Bali sem stóð upp úr á þinginu að mati bæjarbúa. Svo eru þarna verkefni sem hægt er að samtvinna og jafnvel vinna á sama tíma,“ en verkefnaáætlun verður borin undir íbúafund.

Valborg, sem sjálf er frá Egilsstöðum, hlakkar mikið til að setjast að á Stöðvarfirði ásamt börnum sínum en þar ætlar hún að setjast að til langframa.

„Börnunum leist frábærlega á bæinn þegar við vorum þarna í maí og sjálf er ég mjög spennt enda bæði afar fallegt svæði og nóg við að hafa jafnvel eftir að verkefninu sjálfu lýkur.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.