Vinabæjarmót í Fjarðabyggð í október

Vinabæjarmót fimm norrænna sveitarfélaga verður haldið í Fjarðabyggð í október. Auk Fjarðabyggðar koma þangað fulltrúar frá Eskilstuna í Svíþjóð, Esbjerg í Danmörku, Stavanger í Noregi og Jyväsklä í Finnlandi.

 

Aðalumræðuefnið á mótinu verða farvegir fyrir áframhaldandi vinabæjarsamstarf. Einnig stendur til að ræða hnattvæðingu og græna orku. Að auki hefur Fjarðabyggð sent hinum sveitarfélögunum spurningar um hvaða áhrif aðild að Evrópusambandinu hafi haft á þeirra samfélög.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.