Orkumálinn 2024

Vilja uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar með tilliti til eldsumbrota suðvestanlands

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að óskað verði eftir viðræðum við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi endurtekinna jarðhræringa og eldsumbrota annars staðar.

Þar vísar heimastjórn til stóraukinna jarðhræringa á Reykjanesskaganum en þar gýs nú í annað skipti á rúmu ári. Íslensk stjórnvöld hafa um töluverða hríð skoðað þann möguleika að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun sem er ekki fjarri umbrotasvæðunum í Merar- og Geldingardölum. Þá er Keflavíkurflugvöllur heldur ekki langt frá en langvarandi gos gæti haft áhrif á starfsemi þar.

Sérfræðingar gera ráð fyrir að umbrot haldi áfram um langa hríð og bæði forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafa látið hafa eftir sér síðustu daga að horfa verði til annarra svæða í landinu til uppbyggingar varaflugvallar í ljósi jarðhræringa undir Reykjanesi.

Í sama streng tók Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Austurfrétt um síðustu helgi. Kostirnir séu annaðhvort Egilsstaðir eða Akureyri en aðstæður almennt séu Egilsstöðum mjög í hag sökum meira landrýmis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.