Orkumálinn 2024

Vilja staðfestingu á að leikskólar séu menntastofnanir

Leikskólar eru menntastofnanir og íslenska ríkið á að sjá sóma sinn í að viðurkenna það að mati byggðaráðs Múlaþings.

Þar tekur ráðið undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem samþykkti sams konar ályktun frá bæjarráði Árborgar fyrir skömmu.

Þar er hvatt til þess að viðurkennt verði að leikskólastigið flokkist formlega sem menntastofnun líkt og aðrir skólar landsins og í kjölfarið verði sveitarfélögum landsins skilgreindur tekjustofn til að standa straum af rekstri leikskólanna.

Sömuleiðis er farið fram á fjármagn til að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við bæði fötluð börn á leikskólum og börn með annað móðurmál en íslensku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.