Orkumálinn 2024

Vilja ráða verkefnastjóra fyrir Finnafjarðarverkefnið

Hreppsráð Vopnafjarðar hefur samþykkt samhljóða að leita eftir opinberum fjárstuðningi til að ráða tímabundið verkefnisstjóra fyrir Finnafjarðarverkefnið.

Fjallað er um málið á vefsíðu Vopnafjarðar. Þar segir að sveitarstjóri hafi greint frá stöðu mála í Finnafjarðarverkefninu á fundi hreppsráðsins í gærdag. Þar var greint frá beiðni FFPA þ.e. Finnafjarðarhafnar um ráðningu verkefnisstjóra.

Í bókun segir að hreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að senda samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra erindi þar sem leitað er eftir fjár­stuðn­ingi til Langa­nes­byggðar og Vopna­fjarð­ar­hrepps við ráðn­ingu verk­efn­is­stjóra tíma­bundið til að sinna helstu verk­efnum tengdum Finna­fjarð­ar­verk­efninu. Þetta erindi verði sent og unnið í samvinnu við sveit­ar­stjórn Langa­nes­byggðar.

Ennfremur kemur fram að hlut­verk verk­efn­is­stjóra verði m.a. að vinna að viðræðum við land­eig­endur, fylgja eftir mikil­vægum málum er upp koma hverju sinni og þörf er fyrir til að koma á hafn­sæk­inni starf­semi í Finna­firði. Þessi stuðn­ingur er ekki háður aðkomu ríkisins að verk­efninu að öðru leyti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.