Orkumálinn 2024

Vilja koma laxi framhjá Steinboganum: Hafnað á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða

Hagsmunaaðilar við Jökulsá á Dal vilja búa til rás meðfram ánni þar sem steinbogi er í henni. Lax stoppar neðan við ána og gerir hana að síður vænlegri veiðiá. Öllum framkvæmdum á svæðinu hefur til þessa verið hafnað á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða.

 

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Þegar áin er vatnslítil stoppar laxinn neðan við steinbogann á leiðinni heim á æskustöðvarnar. Þetta þýðir að aðeins 30 km af um 100 í ánni eru nýtilegir til laxveiði.

Forsvarsmenn veiðifélags árinn vilja búa til rás meðfram ánni sem virki eins og laxastigi. Ekki verði farið út á svæði bogans við þessar framkvæmdir og segja þeir það aldrei hafa staðið til.

Gilið sem boginn tilheyrir er á náttúruminjaskrá. Umhverfisstofnun og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa lagst gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrr í sumar var henni hafnað af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs af náttúruverndarsjónarmiðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.