Vilja flýta byggingu leikskóla á Norðfirði
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar heitir að leita áfram allra leiða til að flýta
byggingu nýs leikskóla á Norðfirði. Samkvæmt áætlunum er þó ekki gert
ráð fyrir fjármagni til byggingarinnar fyrr en árið 2014.
Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt í bygginguna árið 2014. Bæjarstjórnin heitir samt að leita áfram leiða til að flýta verkinu og hafa það til hliðsjónar þegar fjárhagsáætlun ársins 2012 verður unnin í haust.