Vilja efla verklegt nám í grunnskólum

Fyrir áramót á skólaárinu sem nú er farið af stað stendur Fjarðabyggð að tilraunaverkefni til að efla verknám í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands.

Nemendum í níunda og tíunda bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar býðst að velja sér tvær valgreinar í Verkmenntaskóla Austurlands til að leggja stund á í haust en eftirfarandi greinar standa nemendum til boða: málmur og vél, bifreiðar, húð og hár, rafmagn, húsasmíði og Fablab.


Verkefnið er sagt vera liður í því að gera námsframboð fjölbreyttara og efla verklega kennslu í grunnskólum með því að nýta þá sérþekkingu og tæknibúnað sem til staðar er í VA. Nemendurnir fá 16 klst. kennslu í haust í hvorri grein sem þau velja en kennt verður eftir hádegi á fimmtudögum. Verkefnið hófst fyrir tæpum tveimur vikum síðan og eru það nemendur í tíunda bekk auk níunda bekkjar í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla sem verða í verkefninu næstu átta vikur og eftir það tekur níundi bekkur við.


Ávinningur verkefnisins á einnig að vera sá að jafnaldrar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar kynnist betur í gegnum verkefnið. „Um tilraunaverkefni er að ræða nú á haustönninni og vonandi verður árangurinn þannig að þetta verði árlegt verkefni sem þróist áfram nemendum til hagsbóta,“ segir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, um tilraunaverkefnið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.