Vilja að Múlaþing beiti sér fyrir lokun á Skápnum

Heimastjórn Borgarfjarðar fer þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að unnið verði að lokun svokallaðs Skáps fyrir togveiðum. Á þessu svæði geta togarar veitt alveg upp að 6 mílna mörkum fyrir utan þorpið. Togveiðar þarna séu ógn við kjarnastarfsemi brothættrar byggðar.

Í bókun um málið í heimastjórn Borgarfjarðar eystri segir m.a. að samkvæmt lögum um fiskveiðilandhelgi Íslands mega togarar almennt veiða á miðum 12 sjómílur frá landi. Á nokkrum stöðum á landinu mega þeir koma nær og er það tilfellið á Borgarfjarðarmiðum. Þar mega togarar veiða allt að 6 sjómílur frá landi og er umrætt svæði nefnt í daglegu tali „Skápur“.

Síðan segir: „Þetta hefur haft í för með sér að á hverju hausti koma togarar og veiða á heimamiðum Borgfirðinga með þeim afleiðingum að heimasmábátar þurfa róa allt að 40 sjómílur til að eiga von á afla. Þetta er eina slíka svæðið á landinu sem er svo nálægt sjávarþorpi. Þetta ástand er ógn við kjarnaatvinnugrein brothættrar byggðar.“

Mynd: Borgarfjörðureystri.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.