Orkumálinn 2024

Vilja að velferðarráðherra standi vörð um StarfA

starfa.jpgBæjarráð Fjarðabyggðar hvetur velferðarráðherra til að standa vörð um framtíð Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfaA). Skjólstæðingar stofnunarinnar berjast fyrir því að halda henni gangandi.

 

Stjórn stofnunarinnar tilkynnti í lok febrúar að til stæði að loka henni vegna fjárskorts frá og með 1. júní. Í seinustu viku hittust á fundi formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Starfa og bæjarstjórar Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og Hornafjarðar.

Í bókun frá fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag er velferðarráðherra hvattur til að standa vörð um Starfsendurhæfingu Austurlands og tryggja framtíð starfseminnar. Mikil uppbygging hafi átt sér stað í þjónustunni á Austurlandi og mikilvægi hennar sé óumdeilt.

Nýverði sendi endurhæfingarhópur Starfsendurhæfingarinnar í Neskaupstað frá sér myndband sem varpa á ljósi á þá þýðingu sem StarfA hefur haft á líf fólks sem ekki hefur getað tekið fullan þátt í samfélaginu. Myndbandið var unnið á námskeiði í kvikmyndavinnslu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.