Vilhjálmur áfram bæjarstjóri á Seyðisfirði

Vilhjálmur Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, verður áfram bæjarstjóri. Ótímabundinn ráðningarsamningur við hann var staðfestur af bæjarstjórn í síðustu viku.

 

Vilhjálmur tók við í byrjun júní þegar Ólafur Hr. Sigurðsson sagði starfi sínu skyndilega lausu eftir slæma fjárhagsafkomu ársins 2010.

Vilhjálmur var ráðinn til bráðabirgða en samþykkt að auglýsa starfið og bæjarráði falin sú vinna. Ekki stendur þó til að auglýsa eftir bæjarstjóranum fyrr en ákveðin mál hafa verið afgreidd. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er afar erfið og gripið verið til aðgerða vegna þess.

Guðrún Katrín Árnadóttir úr minnihlutanum sat hjá við afgreiðsluna. Í samtali við Agl.is sagði hún að hún teldi bæjarstjórann á ábyrgð meirihlutans. Því hefði hún setið hjá við allar atkvæðagreiðslur um ráðningar bæjarstjóra þessarar bæjarstjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.