Viðræður ganga vel í Múlaþingi

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, segir viðræðum við Framsóknarflokk um myndun meirihluta í sveitarstjórn næstu kjörtímabili miða vel áfram.

„Mér lýst vel á hvert þetta stefnir. Viðræður eru enn í gangi og ekki búnar en ég er sátt við ferlið. Þetta er öflugt og gott samtal svo ég er bjartsýn á að allt gangi vel,“ segir Berglind Harpa.

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa myndað meirihluta í sveitarstjórninni síðan Múlaþing varð til haustið 2020. Sá meirihluti hélt í kosningunum á laugardag en þó varð sú breyting að Framsókn vann mann af Sjálfstæðisflokki. Flokkarnir eru því með þrjá fulltrúa hvorn nú. Strax á sunnudag ákváðu þeir að hefja formlegar viðræður.

En þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fulltrúa fékk flokkurinn um 50 atkvæðum fleira en fyrir tveimur árum. „Ég er mjög ánægð með kosningarnar því við bættum við okkur atkvæðum. Vissulega misstum við fjórða manninn en það er alltaf svolítil heppni í hvernig atkvæðin raðast.

Ég er gríðarlega ánægð með fylgið og þann stuðning sem við fengum. Nú erum við farin í þessar viðræður til að komast áfram með okkar áherslur, vonandi í samstarfi við Framsókn.“
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.