Orkumálinn 2024

Víða ríflegar hækkanir á fasteignamati

Fasteignamat hækkar ríflega víða á Austurlandi á næsta ári, samkvæmt því mati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út í gær. Mestar hækkanir á einstökum liðum eru á Seyðisfirði og Eskifirði.

Á Seyðisfirði hækkar fasteignamat á sérbýli um 48%. Á Eskifirði er kippurinn í fjölbýli, upp um 41%.

Einnig er vert að benda á hækkun fasteignamats á Breiðdalsvík. Þar hækkar mat sérbýlis um 33,4% og skrifstofuhúsnæðis um 26,5%. Að sama skapi lækkar mat verslunarhúsnæðis þar og á Stöðvarfirði. Það eru einu lækkanirnar sem sjást á Austurlandi.

Heilt yfir hækkar fasteignamat á Austurlandi og Austfjörðum um 12-19% fyrir íbúðarhúsnæði en 4-6% fyrir verslunarhúsnæði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.