„Við verðum sjálf að hafa gaman af þessu“

Við hefjum leikinn formlega á morgun og dagskrá helgarinn fer að mestu fram í Blómabæjarhúsinu, sem sumir kalla Fóðurblönduhúsið,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, annar þeirra sem fer fyrir Ormsteiti, héraðshátíð Fljótsdalshéraðs, þetta árið.


Ormsteiti er í umsjá Menningarsamtaka Héraðsbúa í ár. „Áformað var að leggja hátíðina niður, en þó halda hana í ár. Auglýst var eftir rekstraraðilum í maí og gáfum við færi á okkur. Ekki var skrifað undir fyrr en í lok júní og þá orðið allt of seint að undirbúa stóra bæjarhátíð. Við ákváðum því að draga dagskrána aðeins saman og til dæmis ekki vera með hverfahátíð eins og hefur verið,“ segir Jóhann.

Dagskráin hefst með markaði og kaffisölu á vegum kvenfélagsins Bjarkar í Blómabæjarhúsinu klukkan 13:00. Eftir það rekur hver viðburðurinn annan alla helgina. 

Jóhann segist vona að hátíðin verði ekki sú síðasta. „Mér finnst misráðið að talað sé um að leggja hana niður. Ormsteiti er fyrst og fremst hugsuð fyrir heimafólk, þó svo allir séu hjartanlega velkomnir. Við verðum sjálf að hafa gaman af þessu og vera stolt af því að búa í sveitarfélaginu.“ 


Of snemmt að segja til um framhaldið
Jóhann segir þó að of snemmt sé að segja til með framhaldið varðandi aðkomu samtakanna. „Ég get nú ekki svarað því á þessari stundu. Við ætlum í það minnsta að gera þessa tilraun og svo verður bara að koma í ljós hvernig hún gengur í mannskapinn. Þú getur prófað að heyra í mér eftir helgi, hvað ég verð bjartsýnn þá.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.