Viðbúnaður vegna lendingar farþegavélar frá Egilsstöðum

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpgViðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum kom þar inn til lendingar. Viðvörunarbúnaður gaf til kynna að lendingarbúnaður vélarinnar væri ekki í lagi.

 

Í frétt frá Flugfélaginu segir að viðbúnaðaráætlun flugvallarins hafi farið í gang þrátt fyrri að talið væri að bilunin væri í viðvörunarbúnaðinum en ekki í lendingarbúnaðinum. Vélin lenti eðlilega í Reykjavík klukkan 10:05.

26 farþegar voru um borð auk 3ja áhafnar meðlima. Eftir að farþegar voru komnir inn í flugstöð fór flugstjóri vélarinnar yfir atvikið með farþegum og útskýrði enn frekar hvað hafði gerst og viðbrögðin við því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.