Vetrarhvellurinn skellur líka á Austurland

Vetrarhvellurinn sem ríður yfir landið í dag mun einnig skella á Austurland. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði,

Á Austurlandi að Glettingi gildir viðvörunin frá kl. 21 í kvöld og fram til kl. 03 í nótt. Þar er reiknað með suðvestan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s. Varasamt ferðaveður.

Á Austfjörðum gildir viðvörunin frá kl. 22 í kvöld og þar til kl. 05 í nótt. Þar er gert ráð fyrirsuðvestan 18-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s, hvassast syðst. Varasamt ferðaveður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.